Erlent
Tiffany Taylor hefur gengist undir fjölda lýtaaðgerða til að líkjast Ivönku Trump. Ljósm. People.

Hefur eytt milljónum til að líkjast Trump

Hin 33 ára gamla Tiffany Taylor frá Texas hefur varið 60 þúsund dollurum, andvirði tæplega sjö milljóna króna, í lýtaaðgerðir sem hún hefur gengist undir til að líkjast Ivönku Trump, athafnakonu og dóttur nýkjörins bandaríkjaforseta.

Í samtali við People segir Tiffany að aðdáun hennar á Ivönku Trump megi rekja tvö ár aftur í tímann. „Hún var með sína eigni skólínu, sitt lífstílsvörumerki og bloggið hennar veitti mér innblástur,“ segir Tiffany. „Hún er svo falleg, glæsileg og fáguð og svo er hún líka móðir.“

Næstu tvo mánuðina gekkst Tiffany undir fjölda aðgerða til að ljúka þessari umbreytingu sinni, til dæmis tvær brjóstastækkanir, fitusog, kinnaaðgerð, andlitslyftingu, tvær nefaðgerðir og aðgerð þar sem augnlokum hennar var lyft þannig að augun virðist meira opin. Tiffany kveðst hæstánægð með útkomuna og segir aðgerðirnar hafa verið hverrar krónu virði. „Mér finnst ég fágaðri og fallegri og er tilbúinn að leggja viðskiptaheiminn að fótum mér,“ segir hún en þykir þó ekki sem hún líti út alveg eins og Trump. „En ég er ánægð með sjálfa mig með þessa útlitseiginleika sem eru smíðaðir eftir eiginleikum hennar.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Litið yfir liðið ár

Ragnheiður Þorgrímsdóttir ritar: Árið 2020 gekk í garð á fremur hefðbundinn hátt. Þannig hagar til á mínum bæ að ljósagangur... Lesa meira