Erlent

Gulrót skilaði týnda giftingarhringnum

Sumir eru sífellt hræddir um að týna giftingarhringum sínum. Hringarnir eru kannski ekki í öllum tilfellum svo dýrir en hafa flestir mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigendur sína. 82 ára maður frá þýska bænum Bad Münstereifel áttaði sig á því að hann hafði týnt giftingarhring sínum eftir að hafa unnið í garðinum einn daginn. Þetta gerðist stuttu eftir að hann og eiginkona hans fögnuðu gullbrúðkaupi sínu. Eftir að hafa gert dauðaleit af hringnum gafst gamli maðurinn upp á leitinni, hringinn var hvergi að finna. Eiginkonan fullvissaði hann um að hringurinn myndi skila sér og sagði honum ekki að hafa áhyggjur. Hún hafði sannarlega rétt fyrir sér því þremur árum síðar kom hringurinn óvænt í leitirnar, stuttu eftir andlát konunnar. Hringurinn fannst þegar ekkillinn tók upp gulrætur í garði sínum en ein gulrótin hafði vaxið inn í hringinn og gripið hann með sér á leið upp úr jörðu. Ekkillinn var að vonum ánægður með fundinn og sagði „Það er ljóst, þú uppskerð eins og þú sáir.“

Gulrót skilaði týnda giftingarhringnum_2

Gulrót skilaði týnda giftingarhringnum_3

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir