
Gera það gott fjarri brekkunum á Vetrarólympíuleikunum
Svisslendingurinn Fabian Bösch hefur heldur betur slegið í gegn á vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu, ásamt félögum sínum í svissneska landsliðinu. Afrek þeirra í skíðabrekkunum eru þó ekki það sem vakið hefur mesta athygli, heldur frekar myndbönd sem Bösch hefur birt á samfélagsmiðlum.
Til að mynda fór hann upp rúllustiga með óhefðbundinni aðerð og birti af því myndband á Instagram síðu sinni. Síðan kynnti hann til leiks bobsleðalið Svisslands í öðru myndbandi þar sem mátti sjá tvo landsliðsmenn renna sér niður stigagang á trillu.
Myndböndin má sjá hér að neðan: