
George Michael látinn
Söngvarinn góðkunni George Michael lést á heimili sínu á jóladag, 53 ára að aldri. Að sögn lögreglu er ekki talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. George var einn ástsælasti söngvari Breta en á ferli sínum gerði hann það gott meðal annars með hljómsveitinni Wham en eftir að hún hætti hóf hann farsælan sólóferil. Hann hlaut fjölmörg verðlaun fyrir lög sín og tónlistarflutning og uppskar sölu á yfir 200 milljónum hljómplatna.