adsendar-greinar Mannlíf
Stella Dögg Blöndal hefur stundað ræktun síðan hún var 14 ára.

Gefandi að sá fræi og sjá plöntuna vaxa úr grasi

Stella Dögg Blöndal ólst upp á Jaðri í Bæjarsveit þar sem áhugi hennar á ræktun kviknaði, en á Jaðri er mikill jarðhiti og þótti henni kjörið að nýta hann til ylræktunar. „Það eru mikil forréttindi að fá að alast upp í sveitinni. Maður lærir að bjarga sér og vera úrræðagóður,“ segir hún. Stella lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskólanum árið 2017 og fór þá í Háskólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist með BSc gráðu í rekstrarverkfræði síðastliðið vor. Í dag er hún búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún er í mastersnámi í rekstrarverkfræði og stjórnun með áherslu á nýsköpun við Danmarks Tekniske Universitet (DTU). Með námi hefur Stella rekið gróðurhús á Jaðri þar sem hún ræktar grænmeti, ávexti, kryddjurtir og fleira.

Rætt er við Stellu Dögg í Skessuhorni vikunnar.

Sjá einnig myndbandsbrot frá Háskólanum í Reykjavík, þar sem Stella Dögg kemur við sögu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Bland í poka pokinn tæmdur

Myndlistarkonan Tinna Rós Þorsteinsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Tinna Royal var bæjarlistamaður Akraness árið 2020. Hún var að ljúka sýningu... Lesa meira

Hvaðan kemur Regnbogafáninn?

Árið 1978 hannaði og saumaði San Francisco-búinn Gilbert Baker fána með röndum regnbogans. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Á... Lesa meira