adsendar-greinar Heilsa

Gætum varúðar í aðdraganda jóla og áramóta

Nú fer í hönd tími óhefðbundinna skreytinga í aðdraganda jóla og áramóta. Um leið skapast aukin eldhætta, ekki síst ef kveikt er á kertum. Þá þarf að yfirfara eldvarnarbúnað, æfa flótta úr íbúðarhúsnæði og annað sem gerir okkur hæfari til að bregðast við ef eldur verður laus. Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð vill koma á framfæri til lesenda nokkrum heilræðum:

 • Reykskynjarar eru sjálfsögð og ódýr líftrygging. Skipta skal um reykskynjara á tíu ára fresti. Rafhlöður skal endurnýja ár hvert og gjarnan í byrjun desember eða oftar ef þörf er á.
 • Átt þú handslökkvitæki? Er það í lagi? Hvenær var það síðast yfirfarið?
 • Slökkvitæki á að vera á sýnilegum stað, ekki í felum inni í skáp.
 • Ofhlöðum ekki fjöltengi og gætum að gömlum og lélegum rafbúnaði.
 • Notum ávalt viðurkenndar rafvörur og fjöltengi með slökkvara og gaumljósi.
 • Eldvarnarteppi skal vera í hverju eldhúsi og á aðgengilegum og sýnilegum stað.
 • Gerum flóttaáætlun úr íbúinni vegna eldsvoða með öllum á heimilinu og æfum hana reglulega. Tvær greiðar flóttaleiðir úr hverri íbúð!
 • Gætum varúðar í umgengni við kertaljós og skreytingar, skiljum börn aldrei eftir eftirlitslaus nærri logandi kertum eða eldi.
 • Aðgætum íbúðir okkar áður en gengið er til hvílu, eða þær eru yfirgefnar að degi til. Athugum sérstaklega hvort nokkursstaðar logi á kerti eða skreytingum.
 • Logandi kertaljós séu aldrei höfð í gluggum vegna dragsúgs og lausra gardína!!
 • Dreifið sem mest raforkunotkun við matseld um jól og áramót. Það kemur í veg fyrir hugsanleg óþægindi vegna mikils álags á dreifikerfi rafmagns.
 • Ullar- eða leðurvettlingar á höndum og öryggisgleraugu á öll nef við meðferð flugelda um áramót.
 • Munum 112 Neyðarlína ef slys, veikindi eða eldsvoða ber að höndum.

 

Með góðri kveðju,

Bjarni K. Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Saðsamt bláberjabúst

Eflaust kannast margir lesendur Skessuhorns við að á sumrin sé minni tíma varið í að elda miklar máltíðir. Þess í... Lesa meira

Mærin helga tignuð með tónverkum

Dagskrá tileinkuð Maríu Guðsmóður í Staðastaðarkirkju Tónlistardagskrá samtvinnuð lestrum úr helgum ritum skapa Máríudægur, helgistund tileinkaða Maríu Guðsmóður sem fram... Lesa meira

Geitungur að borða borða

„Nei, sko, þarna er geitungur að borða,“ skrifaði spaugarinn Einar Steinþór Traustason vélamaður á Facebook síðu sína. Hann var nýlega,... Lesa meira