adsendar-greinar Mannlíf

Fundu hvalbein í fjörunni við Búðardal

Bræðurnir Aron Ívar og Almar Þór Baldurssynir eru sex ára og búa í Borgarnesi. Þeir eru á leikskólanum Klettaborg en hafa mjög gaman af að safna steinum og að finna bein er alltaf sérstakur bónus. Þeir eiga ömmu og afa í Búðardal og bjuggu sjálfir þar til þriggja ára aldurs. Þeir fara oft í fjöruferðir þar að safna steinum, skeljum, kröbbum og einstaka smá beinum.

Bræðurnir duttu heldur betur í lukkupottinn nýverið þegar þeir fundu þetta stærðar bein sem mönnum þykir nokkuð víst að sé úr hval. Þeir roguðust með þetta heim til ömmu og afa, mjög spenntir að fá að vita hvort beinið væri úr hákarli eða hval, nú eða risaeðlu, var líka grínast með. Þessi fundur er talsvert merkilegur þar sem fisk- eða hvalgengd í Hvammsfirði er ekki algeng eða mikil. Það þótti t.a.m. merkilegt þegar háhyrningar sáust inn á firðinum fyrir um tíu árum. Baldur Gíslason faðir bræðranna sendi Skessuhorni þessa skemmtilegu mynd.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eva Laufey til Hagkaupa

Skagakonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaupa. Eva Laufey er viðskiptafræðingur að mennt og hefur... Lesa meira

Einhverfa er allskonar

Samtökin Blár apríl – Styrktarfélag barna með einhverfu hafa ákveðið að leggja bláa litnum og taka upp nafnið Einstakur apríl.... Lesa meira