adsendar-greinar

Ein sekúnda frá hverjum degi ársins – MYNDBAND

Skagamaðurinn Kristinn Gauti Gunnarsson útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands núna í desembermánuði síðastliðnum. Hann birti nýverið á YouTube myndband sem hann gerði um árið 2018 í lífi sínu. Þar gefur að líta eina sekúndu í mynd frá hverjum einasta degi ársins. „Árið 2018 var líklega besta og viðburðaríkasta ár lífs míns. Það byrjaði með bestu vinum mínum í Las Vegas, ég fór til Kenýa í maí og tók upp heimildarmynd, fór til Grikklands með fjölskyldunni til að fagna sjötugsafmæli afa míns og með vinum mínum til Spánar í ágúst. Ég eignaðist nýja vini á árinu og útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands í árslok. Ég bíð spenntur eftir því að sjá hvað 2019 hefur upp á að bjóða,“ segir í lauslegri þýðingu undir myndbandi Kristins Gauta.

 

Myndbandið má sjá hér að neðan:

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Alltaf haft áhuga á pólitík

Nýlega hélt Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing. Á dagskrá þingsins var kosning um þrjú efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi... Lesa meira