adsendar-greinar Mannlíf

Dagsstund með Borgarfjarðardætrum

Það var hrein unun að fylgjast með dömunum, Önnu Þórhildi frá Brekku, Ástu Marý frá Skipanesi, Birnu Kristínu frá Ásbjarnarstöðum, Steinunni frá Hjarðarholti og Þorgerði frá Sámsstöðum leika og syngja í Reykholtskirkju 4. júlí síðastliðinn. Á dagskránni voru píanóverk, einsöngur, tvísöngur. Það er ekki miklu að kvíða fyrir tónlistarlífið hér um slóðir. Listamenn á hljóðfæri sem og innra hljóðfæri fæðast og eru okkur hinum sem viljum njóta til skemmtunar.

Síðast þegar undirritaður naut stundar með Dætrum Borgarfjarðar sagðist hann hlakka til næstu tónleika. Það gekk svo sannarlega eftir. Nú höfðu þær dömur tekið skrefið, þroskast og numið. Þær sprungu út, áttu og hvert lagið og sönginn sem þeir áheyrendur er lögðu leið sína í Reykholtskirkju fögnuði af hjartans list. Hvílíkt og annað eins. Nú eru liðin nokkur ár og stúlkurnar hafa öðlast reynslu við að koma fram, túlka og gefa.

Um leið ber að þakka skólunum fyrir að hafi gefið þeim ungmennum sem þess óska möguleika. Það er nefnilega svo að til þess að efni fái að njóta sín þarf tækifæri, tækifæri til menntunar. Þess vegna er svo mikil vægt að samstarf þeirra sem um fræðslumál halda sé gott og umfram allt sveigjanlegt.

Takk fyrir skemmtunina frábæru stúlkur.

 

– Flemming Jessen

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Bland í poka pokinn tæmdur

Myndlistarkonan Tinna Rós Þorsteinsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Tinna Royal var bæjarlistamaður Akraness árið 2020. Hún var að ljúka sýningu... Lesa meira

Hvaðan kemur Regnbogafáninn?

Árið 1978 hannaði og saumaði San Francisco-búinn Gilbert Baker fána með röndum regnbogans. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Á... Lesa meira