adsendar-greinar Tækni og vísindi

Björgunarsveitin Brák kynnir söfnun vegna húsbyggingar

Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi stendur eins og kunnugt er í stórræðum en síðastliðið haust hófst bygging á nýju húsi fyrir starfsemi sveitarinnar að Fitjum 2 í Borgarnesi. Nýja húsið verður um 760 fermetrar að stærð, en þar verður m.a. fundasalur, búningaaðstaða, búnaðargeymsla og tækjasalur. Auk þess verður þar skrifstofa sem hægt verður að nota sem aðstöðu fyrir aðgerðastjórn í stærri björgunaraðgerðum. Nú er Brák að hefja átak til að safna fé vegna húsbyggingarinnar því bygging björgunarmiðstöðvar er augljóslega stórvirki fyrir fámenna björgunarsveit. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á um 120 milljónir króna.

„Þeir sem vilja láta eitthvað af hendi rakna geta millifært á söfnunarreikning Brákar, 0326-22-2220. kt. 570177-0369.  Einnig má benda á að Brák hefur stofnað síðu á Facebook þar sem má fylgjast með ýmsu varðandi húsbygginguna og söfnunina, slóð á síðuna er https://www.facebook.com/ fjaroflunBrak,“ segir í tilkynningu.

„Björgunarsveitir Landsbjargar og Brák þar með hafa notið góðs stuðnings landsmanna í gegnum tíðina og fyrir það skal þakkað. Brák leitar nú til velunnara sveitarinnar og með að styrkja byggingu þessa nýja og glæsilega húss. Núverandi hús í Brákarey sem keypt var með myndarlegum stuðningi fyrirtækja og einstaklinga var stórt framfaraskref fyrir Brák á sínum tíma en er orðið þröngt fyrir starfsemina. Einnig eru við það ókostir, sem dæmi má nefna staðsetninguna neðst í bænum og aðstöðuleysi á útisvæði. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um nauðsyn björgunarsveitanna hér á landi. Þær hafa marg-ítrekað sannað gildi sitt. Er þar bæði um að ræða beina aðkomu að leitar- og björgunarstörfum og stuðning við löggæslu og aðra starfsemi sem heldur innviðum landins í lagi,“ segir í tilkynningu frá Brák.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir