adsendar-greinar
Bergsveinn Reynisson. Skjáskot úr myndbandinu.

Björgunarsveitarmaður biðlar til þjóðarinnar: „Hlýðiði Víði, veriði heima“

Bergsveinn Reynisson, björgunarsveitarmaður og bóndi á Gróustöðum í Gilsfirði, hvetur landsmenn til að halda sig heima um páskana. Ákall Bergsveins birtist í myndbandi sem hefur fengið mikla dreifingu á Facebook, en það var kötturinn Alexander Flumbri sem setti inn myndbandið af Bergsveini.

Bergsveinn vekur athygli á því í myndbandinu að björgunarsveitarfólk hringinn í kringum landið hefur öðrum skyldum að gegna líka, bæði í leik og starfi og tekur sjálfan sig sem dæmi. „Ég til dæmis er sauðfjárbóndi og það verða hérna í maí 1500 svangir munnar í fjárhúsunum mínum sem treysta á að ég geti staðið mína plikt,“ segir hann. „Fyrir ykkur sem ekki eruð búin að ákveða að vera heima um páskana vil ég bara segja eitt: Hlýðiði Víði, geriði bara eins og hann segir. Veriði heima og þá getum við hin kannski fengið að vera heima líka.“

Af gefnu tilefni. Deilið eins og þið getið.

Posted by Alexander Flumbri on Monday, April 6, 2020

Líkar þetta

Fleiri fréttir