Erlent

Bieber með seinni tónleikana í kvöld

Poppstjarnan Justin Bieber hélt sína fyrstu tónleika hérlendis í Kórnum í Kópavogi í gær. Fjölmargir Vestlendingar lögðu land undir fót til að berja poppgoðið augum, en gert er ráð fyrir að alls hafi um 20.000 gestir séð hann í gærkvöldi. Hann kom til landsins 7. september og stóð fjöldi ungmenna við Reykjavíkurflugvöll til að taka á móti kappanum þegar hann lenti þar í einkaþotunni sinni. Hann veitti aðdáendum sínum þó takmarkaða athygli, heldur steig strax upp í þyrlu á Reykjavíkurflugvelli.

Tónleikarnir í gær hafa fengið góða einkunn frá aðdáendum Bieber. Þrátt fyrir að söngvarinn sé sakaður um að hreyfa varirnar einungis með lögunum, þá standa aðdáendur hans þétt við bakið á honum og segja að það sé vel skiljanlegt þegar dansa og syngja þurfi á sama tíma. Flestir virðast sammála um að tónleikarnir hafi farið vel fram og sviðframkoma og sýningin sé til fyrirmyndar.

Næstu tónleikar Justin Bieber verða í kvöld. Sturla Atlas hitar mannskapinn upp eins og í gær. Húsið verður opnað klukkan 17:00 og upphitunaratriði hefst klukkan 19:00. Ef Justin Bieber er eins stundvís og hann var í gærkvöldi, má búast við að kappinn stígi á svið klukkan 20:30.

Ástæðan fyrir því að hann hefur tónleikaferðalagið Purpose tour er, samkvæmt visir.is, sú að hann féll fyrir landi og þjóð þegar hann tók upp myndband fyrir lagið sitt I‘ll show you hér á landi síðasta haust.

Bieber og fylgdarlið hans böðuðu sig í Bláa Lóninu fyrsta daginn hér á landi. Þá hafði poppstjarnan leigt skautahöllina í Laugardalnum, samkvæmt frétt á dv.is. Hann mætti þó aldrei þangað, en lögregla hafði þá gert ráðstafanir fyrir bílaumferð í kringum Laugardalinn. Einnig var fjölda íþróttaæfinga á vellinum aflýst. Hann mætti svo ekki heldur til næturverðar á Hótel Grímsnesi, aðeins 20 manns úr fylgdarliði hans mættu. Humar og nautalundir höfðu verið framreiddar að ósk Biebers.

Líkar þetta

Fleiri fréttir