adsendar-greinar Erlent
This image released Monday, April 25, 2016 by The Tokyo Organising Committee of the Olympic and Paralympic Games shows the new official logo of the 2020 Tokyo Olympics. Organizers unveiled the new official logo of the 2020 Tokyo Olympics on Monday, April 25, opting for blue and white simplicity over more colorful designs. The winning logo, selected from four finalists, is entitled Harmonized Checkered Emblem. It features three varieties of indigo blue rectangular shapes to represent different countries, cultures and ways of thinking. (The Tokyo Organising Committee of the Olympic and Paralympic Games via AP)

Ár í Ólympíuleikana í Tókýó

Í dag er rétt ár þangað til setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fer fram, 23. júlí 2021. Leikarnir standa yfir í rúmar tvær vikur og lýkur með lokahátíð 8. ágúst. Leikarnir áttu að hefjast þann 24. júlí 2020, en þeim var frestað um eitt ár vegna ástandsins í heiminum sökum Covid-19. Í nýlegri fréttatilkynningu frá Alþjóðaólympíunefndinni (IOC) segir að aðstæður til keppni haldist eins, þeir 43 leikvangar sem notaðir verða til keppni eru þeir sömu og dagskrá er sú sama. Thomas Bach, forseti IOC, segir í fréttatilkynningunni að endurskipulagning leikanna sé mikil vinna fyrir alla hagsmunaaðila, IOC og skipulagsnefnd leikanna. Nú sé eitt ár til leika og það verði allir að standa saman til þess að klára þetta verkefni á sem farsælastan hátt. Markmiðið sé að leikarnir verði hátíð einingar og samstöðu mannkynsins og tákn um seiglu og von og að við öll séum sterkari þegar að við tökum höndum saman. Í dag fer af stað herferðin #StrongerTogether á vegum IOC, en henni er einmitt ætlað að sýna sameiningartákn íþrótta og þá sérstaklega Ólympíuleikanna. Viðburður fer fram á Ólympíuleikvanginum í Tókýó í dag og myndband um samstöðu sýnt um heim allan til stuðnings íþróttafólki sem stefnir á Ólympíuleikana.

Íslenski hópurinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó mun gista í bænum Tama City Tokyo og æfa í Kokushikan háskólanum í aðdraganda leikanna. Tama City Tokyo er sveitarfélag í vesturhluta Tokyo svæðisins, en um 150 þúsund manns búa þar og er sveitarfélagið 21 ferkílómeter að stærð. Nokkrir stórir háskólar eru staðsettir innan sveitarfélagsins og er Kokushikan háskólinn einn af þeim stærri. Ágætis íþróttaaðstaða er í borginni og á háskólasvæðinu og nálægð borgarinnar við mannvirki Ólympíuleikanna gefur íslenska hópnum fjölmörg tækifæri til þess að bæta enn frekar undirbúning og aðlögun. Einn íslenskur íþróttamaður hefur tryggt sitt sæti inn á Ólympíuleikana í Tókýó og er það sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Enn er möguleiki á því að ná sæti á leikana, en það er mismunandi eftir íþróttagreinum hvernig hægt er að ná inn.

Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ verður aðalfararstjóri á Ólympíuleikunum í Tókýó. „Undanfarnir mánuðir hafa verið sérstakir hvað varðar undirbúning fyrir Ólympíuleika. Við að fresta leikunum um eitt ár breytist margt í umhverfi íþróttafólksins og þurfa allir að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Það má samt hafa í huga að þótt að síðustu vikur og mánuðir hafa verið erfiðir fyrir íþróttaiðkun þá felast einnig tækifæri í þeim áskorunum. Ég er viss um að við komum öll sterkari út úr þessu ástandi og afreksíþróttafólkið mun sýna hvað í þeim býr og fleiri aðilar munu vinna sér þátttökurétt á leikana. Það verður þannig spennandi að sjá hvernig íslenskt afreksíþróttafólk mun standa sig í samanburði við erlenda keppinauta á næstu misserum, en ég er viss um að það mun ná góðum árangri enda er það einkenni Íslendinga að koma sterkir til leiks þrátt fyrir erfiðleika. Hvað varðar undirbúning ÍSÍ fyrir þessa leika þá er hann á áætlun og hefur ekki orðið fyrir miklum breytingum þótt að leikunum hafi verið seinkað um eitt ár“, segir Andri.

Lukkudýr Ólympíuleikanna 2020 er Miraitowa og lukkudýr Paralympics 2020 er Someity og hafa þau ferðast um Japan til þess að kynna leikana síðastliðið ár. Þau verða áberandi á báðum leikum og munu hvetja íþróttafólkið áfram með jákvæðni og hvatningarorðum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira