Erlent

Angelina Jolie og Brad Pitt skilja

Leikonan og leikstjórinn Angelina Jolie hefur sótt um skilnað frá leikaranum Brad Pitt. Þau hafa verið í sambandi í tólf ár en gift síðan 2014. Saman eiga þau sex börn, þar af eru þrjú ættleidd. Jolie hefur sótt um að fá forræði yfir öllum börnunum en Pitt hafi áfram fullan umgengnisrétt.  Jolie sækist ekki eftir því að fá fjárhagslegan stuðning frá fyrrverandi eiginmanni sínum.

Parið hittist fyrst við tökur á myndinni Mr. and Mrs. Smith  árið 2004. Þegar tökurnar stóðu yfir fóru að kvisast út orðrómur um að Pitt og Jolie væru í ástarsambandi. Brad Pitt var þá enn giftur leikonunni Jennifer Aniston.  Jolie hefur alltaf neitað að samband þeirra hafi byrjað við tökur á myndinni.  Í janúar árið 2005 tilkynntu Aniston og Pitt um skilnað sinn. Í apríl sama ár sáust Jolie og Pitt saman í Kenýa og tilkynntu um samband sitt stuttu síðar.

Hjónin sáust síðast saman á skjánum í myndinni By the Sea frá árinum 2015 sem fjallar um hjón sem eiga í hjónabandsörðugleikum. Jolie neitaði staðfastlega að myndin, sem hún skrifaði og leikstýrði, væri endurspeglun á hjónabandi þeirra Pitt og Jolie.

Hægt er að lesa frekar um samband og skilnað hjónanna á vef CNN og The Guardian.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Alltaf haft áhuga á pólitík

Nýlega hélt Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing. Á dagskrá þingsins var kosning um þrjú efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi... Lesa meira