Mannlíf

true

„Ég hef það mottó í lífinu að segja já við góðum hugmyndum“

Hólmfríður Friðjónsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lauk BA prófi frá HÍ árið 1989 í almennum málvísindum, þýsku og uppeldis- og kennslufræði og 8. stigi í einsöng frá Tónlistarskólanum í Reykjarvík árið 1996 þar sem Ruth. L Magnússon var aðalkennari hennar. Auk þess stundaði hún nám í klassískum gítarleik um alllangt skeið hjá…Lesa meira

true

Tvær Fjarverur til kennslu við FSN á vorönn 2019

Fjölbrautaskóli Snæfellinga fjárfesti á dögunum í nýjum fjarkennsluvélmennum, svokölluðum Fjarverum, til notkunar í skólanum. Búnaðurinn er frekar nýstárlegur en sambærilegur hefur verið notaður í Háskólanum á Akureyri. Menntaskólinn á Tröllaskaga var einnig að fjárfesta í Fjarverum og munu skólarnir vera í samvinnu um þetta erkefni og miðla hugmyndum og reynslu á milli sín. Búnaðurinn er…Lesa meira

true

Frá Þingvöllum í Borgarfjörðinn

Aldís Eiríksdóttir iðjuþjálfi er alin upp á Þingvöllum en starfaði lengst af sem grunnskólakennari við Kleppjárnsreykjaskóla Aldís Eiríksdóttir er iðjuþjálfi á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Hún hefur þó ekki alltaf verið iðjuþjálfi. Hún var lengst af grunnskólakennari í grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum þar sem hún kenndi á yngsta stigi og sérhæfði sig síðar í sérkennslu með…Lesa meira

true

Tíundi hluti þjóðarinnar í Húsafelli þegar mest lét

Rætt við nokkra þeirra sem stóðu í eldlínu Húsafellshátíðanna fyrir hálfri öld Þeir sem komnir eru vel yfir miðjan aldur muna flestir eftir Húsafellshátíðunum, sem haldnar voru um verslunarmannahelgi  á árunum 1967 til 1976. Hátíðarnar voru á þess tíma mælikvarða gríðarstórar fjölskylduskemmtanir og ekkert til sparað. Landsþekktar hljómsveitir fengnar til að spila á þremur útisviðum…Lesa meira

true

„Ég var orðinn skrýtinn svo ég hélt því bara áfram“

Pétur Hraunfjörð í Grundarfirði er mikill hagyrðingur Pétur Hraunfjörð, hagmæltur sagnamaður, fyrrum sjómaður, bílstjóri og þúsundþjalasmiður, flutti í Grundarfjörð fyrir um það bil sjö árum síðan ásamt konu sinni Þóru. „Hún er dönsk,“ segir hann kíminn. Blaðamaður hváir og Pétur hlær. „Já hún er dönsk, hún fæddist í mars 1944. Þá vorum við öll dönsk,“…Lesa meira

true

Fengu að kynnast öllum hliðum Rússlands í mótorhjólaferð

Síðastliðið sumar fóru frændurnir Unnar Bjartmarsson og Jón Helgason saman í mótorhjólaferð um Rússland. Þeir óku í fylgd með túlki og leiðsögumanni sem leiddi þá þúsund kílómetra um Úralfjöll á ekta rússneskum Úral-hjólum. Þar hittu þeir innfædda Rússa og fengu að kynnast þeirra lífi og aðstæðum um leið og þeir skoðuðu landið, heimsóttu söfn og…Lesa meira

true

Krummi sem spjallar, búálfur sem litar mjólkina og fleiri skemmtilegar verur

Rætt við Rebeccu og Hjalta á Hólum um jólin, dýragarðinn, Grænland, Afríku og ýmislegt fleira Á Hólum í Hvammsveit í Dölum búa hjónin Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld og Hjalti Freyr Kristjánsson með börnin sín þrjú, Matthías Hálfdán 11 ára, Kristjönu Maj 9 ára og Alexander Stein 6 ára. Rebecca var rétt nýkomin inn úr útihúsunum…Lesa meira

true

Heitavatnslaust á hluta Akraness í dag

Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust á Akranesi í dag norðan Merkigerðis, vestan Kirkjubrautar/Kalmansbrautar, frá Kirkjubraut 40 til 60 og Stekkjarholti. Þá má búast við þrýstingsleysi á heitu vatni sunnan við Merkigerði og Skagabraut. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veitna. Þar er gert ráð fyrir því að heita vatnið verði komið á að nýju kl.…Lesa meira

true

Guðlaug opnuð á morgun

Guðlaug, heit laug við Langasand á Akranesi, verður formlega tekin í notkun á morgun, laugardaginn 8. desember kl. 14:00. Boðið upp á kaffi og konfekt á Aggapalli að athöfn lokinni. Þá verður þeim sem vilja jafnframt boðið að fara til laugar og eru gestir því minntir á að hafa sundfötin með sér.Lesa meira

true

Ruth og Þorpið handhafar Múrbrjótsins

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Þorpið, frístundamiðstöð á Akranesi, eru handhafar Múrbrjótsins 2018, ásamt Geitungunum, vinnu- og virknitilboði í Hafnarfirði. Múrbrjótinn hljóta Ruth og Þorpið vegna framlags í þágu margbreytileikans og jafnra tækifæra, eins og segir í tilkynningu frá Þroskahjálp. Geitungarnir hljóta viðurkenninguna vegna framlags í þágu aukinna tækifæra fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Múrbrjóturinn var veittur…Lesa meira