Mannlíf

true

Glaðsmenn fögnuðu níræðisafmæli félagsins

Hestamannafélagið Glaður í Dölum fagnar 90 ára afmæli sínu í ár og af því tilefni var efnt til afmælisveislu og árshátíðar hestamanna á Vesturlandi um liðna helgi. Að sögn Þórðar Ingólfssonar var veislan góð, þétt setið í salnum og vel heppnuð samkoma í alla staði. „Hrossaræktarsamband Vesturlands hélt haustfund fyrr um daginn og kom það…Lesa meira

true

„Líklega versta nammi í heimi“

Geir Konráð Theodórsson, uppfinningamaður í Borgarnesi, hóf í byrjun mánaðarins sölu á hákarlanammi. Sælgætið er vegan og einkum hugsað fyrir erlenda ferðamenn og þá sem vilja bragða hákarl en neyta ekki dýraafurða. „Það virðist vera hálfgerð þjóðaríþrótt að troða hákarli upp í útlendinga,“ segir Geir í samtali við Skessuhorn en bætir því við að flest…Lesa meira

true

„Ég er harðasti iðnaðarmaðurinn“

Leit stendur yfir að harðasta iðnaðarmanni Íslands. Það eru útvarpsstöðin X-ið 97.7 ásamt Würth sem standa fyrir valinu, sem nú fer fram í fjórða sinn. Undanfarnar vikur hefur hlustendum útvarpsstöðvarinnar boðist að tilnefna harðasta iðnaðarmanninn og hafa fjölmargar tilnefningar borist. Sérstök dómnefnd fór yfir tilnefningarnar og hefur valið sex iðnaðarmenn sem þóttu skara fram úr.…Lesa meira

true

Haustfagnaður í Dölum um liðna helgi

Félag sauðfjárbænda í Dölum stóð að vanda fyrir haustfagnaði um liðna helgi. Dagskrá var með hefðbundnu sniði. Hrútasýningar voru í hvoru hólfi, annars vegar á Kjarlaksvöllum í Saurbæ og hins vegar á Skörðum í Miðdölum. Þá var sviðaveisla og dansleikur í Dalabúð í Búðardal á föstudagskvöldið þar sem hagyrðingar kváðu um allt milli himins og…Lesa meira

true

Skapandi skrif gott nesti út í lífið

Í byrjun mánaðarins fór rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir um grunnskóla á Vesturlandi, annars staðar en á Akranesi, og hélt námskeið í skapandi skrifum. Menntamálastofnun fékk Bergrúnu Írisi til liðs við sig í verkefni sem heitir Skáld í skólum. Námskeiðinu var ætlað að auka áhuga barna á bókalestri, ritun og skapandi skrifum. „Krakkar sem…Lesa meira

true

„Draumurinn er að geta lifað á þessu“

Ljósmyndarinn og kvikmyndagerðakonan Birta Rán Björgvinsdóttir situr sjaldan auðum höndum og gerir í því að skora á eigin sköpunargleði eins oft og reglulega og hún getur. „Ég get ekki verið að gera það sama dag eftir dag. Ég vil fjölbreytni og ég sækist í hana. Það að geta gert mismunandi hluti á hverjum einasta degi,…Lesa meira

true

Býður upp á krakkajóga á Akranesi

Rósa Björk Árnadóttir hefur verið að bjóða upp á krakkajóga á Akranesi fyrir krakka á aldrinum 7-13 ára. Hún er menntaður heilsumarkþjálfi og krakka jógakennari frá Childplay Yoga og Little Flower Yoga auk þess sem hún er kennari í Kundalini jóga. Á námskeiðunum kennir hún börnum jóga í gegnum leik og tónlist. „Ég nota tónlistina…Lesa meira

true

Framkvæmdir við frístundamiðstöð á Akranesi ganga vel

Framkvæmdir við nýja frístundamiðstöð við Garðavöll á Akranesi hófust seinni hluta janúarmánaðar. Byrjað var að grafa fyrir húsinu í kjölfarið og voru fyrstu veggeiningar reistar á vormánuðum. „Hér hefur allt verið á fleygiferð síðan fyrsta skóflustungan var tekin í janúar og nú er svo komið að framkvæmdum utanhúss er nánast lokið og framkvæmdir inni eru…Lesa meira

true

Grunnskólabörn í varðskipinu Þór í Stykkishólmi

Varðskipið Þór kom í fyrsta sinn til hafnar í Stykkishólmi síðastliðinn fimmtudag. Nemendum í þriðja bekk í Grunnskólanum í Stykkishólmi var boðið um borð í varðskipið og fengu þeir bæði höfðinglegar móttökur og leiðsögn hjá sjálfum forstjóra Gæslunnar; Georg Lárussyni. Börnin í þriðja bekk eru um tuttugu talsins. Þau voru að vonum glöð með þetta…Lesa meira

true

Kartöfluuppskeran fremur rýr að þessu sinni

Vætutíð framan af sumri var ekki hagfeld til kartöfluræktunar, ef marka má uppskeruna víða. Þó eru að sjálfsögðu undantekningar á því þar sem aðstæður hafa hentað veðráttu sumarsins. Þá eru sumir sem einfaldlega geta ræktað kartöflur, sama hvernig viðrað, hafa það í blóðinu. Meðfylgjandi myndir voru teknar við kartföflugarðana á Akranesi um þarsíðustu helgi. Þar…Lesa meira