Mannlíf

true

Sýningin Íslenskur landbúnaður um helgina

Sýningin Íslenskur landbúnaður 2018 verður haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 12. til 14. október næstkomandi. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra sýningarinnar, verður þetta stærsta landbúnaðarsýning sem haldin hefur verið í Laugardalshöll. Þegar hafa um eitt hundrað sýningaraðilar pantað bása bæði á úti- og innisvæði sýningarinnar og er uppselt. Jafnframt er haft eftir Ólafi…Lesa meira

true

Hreystigarður fyrir fullorðna á döfinni á Akranesi

Bæjarráð Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að settur yrði upp hreystigarður fyrir fullorna á Langasandssvæðinu. Verður garðurinn fyrir neðan Akraneshöllina. Hreystigarðurinn verður útbúinn átta líkamsræktartækjum með gervigras sem undirlag og gróður í kring til skjól- og rýmismyndunar. Sömuleiðis verða sett upp upplýsingaskilti sem sýna m.a. hvernig nota megi tækin til fjölbreyttar líkamsræktar. Tækin…Lesa meira

true

Áttatíu og einn hefur þegar sótt um leiguíbúð á Akranesi

Alls hefur 81 umsókn borist um leiguhúsnæði í íbúðunum sem Bjarg íbúðafélag byggir við Asparskóga 12, 14 og 16 á Akranesi. Opnað var fyrir umsóknir um íbúðir um miðjan síðasta mánuð, en íbúðirnar í húsunum verða samtals 33 talsins. Þá mun Akraneskaupstaður hafa til ráðstöfunar 25 íbúðanna, samkvæmt samkomulagi bæjaryfirvalda við íbúðafélagð Bjarg. Framkvæmdir hófstu…Lesa meira

true

Settust að á Jörva í Haukadal og opnuðu leirverkstæði

Hjónin Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Reynir Guðbrandsson fluttu úr Hafnarfirði í Dalina fyrir fjórum árum og hafa nú byggt sér íbúðarhús og leirverkstæði á Jörva í Haukadal. Bjarnheiður tók vel á móti blaðamanni Skessuhorns fyrr í mánuðinum og sagði frá lífinu í Dölunum, störfunum á leirverkstæðinu og framkvæmdunum á Jörva. „Í Hafnarfirði unnum við bæði krefjandi…Lesa meira

true

Reynsluboltar í sveitarstjórnarmálum heiðraðir

Boðið var til sérstaks hátíðarkvöldverðar sl. fimmtudagskvöld á haustþingi Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldið var á Bifröst á fimmtudag og föstudag. Þar voru heiðraðir reynslumiklir sveitarstjórnarfulltrúar af Vesturlandi; Ása Helgadóttir Hvalfjarðarsveit, Björn Bjarki Þorsteinsson Borgarbyggð, Ingibjörg Pálmadóttir Akraneskaupstað, Kristján Þórðarson Snæfellsbæ og Sturla Þórðarson Stykkishólmsbæ. Öll eiga þau það sammerkt að hafa setið í…Lesa meira

true

Læsi er ein af grunnstoðum náms

– Guðrún Guðbjarnardóttir, kennari í Brekkubæjarskóla á Akranesi, ræðir um lestur barna   Guðrún Guðbjarnardóttir, eða Gurrý eins og hún er oftast kölluð, hefur kennt við Brekkubæjarskóla á Akranesi síðan hún útskrifaðist úr Kennaraskóla Íslands árið 1994. Síðastliðin tíu ár hefur hún haldið utan um læsismál í Brekkubæjarskóla. Hún tók sér árs námsleyfi á síðasta…Lesa meira

true

Leikskólinn Teigasel á Akranesi tuttugu ára

Leikskólinn Teigasel á Akranesi fagnaði tuttugu ára afmæli sínu á fimmtudaginn í síðustu viku. Nemendur og starfsfólk skólans fögnuðu með því að ganga í skrúðgöngu á Akratorg, íslenski fáninn var dreginn að húni við leikskólann og eftir hádegi var opið hús fyrir foreldra, ömmur, afa, frænkur og frændur barnanna. Upp um alla veggi leikskólans mátti…Lesa meira

true

„Í raun verið að kenna krökkunum á lífið“

Fjármálalæsi kennt sem valfag í framhaldsskólum   Aldís Ólafsdóttir kennir fjármálalæsi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, auk annarra námsgreina. Fjármálalæsi hefur verið kennt við skólann undanfarin ár. Um er að ræða praktískt nám þar sem farið er yfir helstu atriði í fjármálum einstaklings og heimilis. Skessuhorn hitti Aldísi að máli fyrir helgi og ræddi við…Lesa meira

true

Fyrirlestur um fantasíu – furður í bókmenntum og afþreyingariðnaði

Sigrún Elíasdóttir flytur erindi í Safnahúsi Borgarfjarðar í kvöld, fimmtudaginn 13. september kl. 19.30.  Erindi hennar fjallar um fantasíur, furður í bókmenntum og afþreyingariðnaði, og er hluti af fyrirlestraröð Safnahúss á árinu. „Um þessar mundir er sprenging í vinsældum fantasíuefnis, eða furðusagna eins og íslenska þýðingin hljóðar upp á. Innan furðusagna rúmast draugasögur, Ódysseifskviða, Harry…Lesa meira

true

„Skátar gera miklu meira en að hnýta hnúta“

Valgerður Stefánsdóttir var átta ára þegar hún byrjaði í skátunum og sótti þá samviskusamlega fundi einu sinni í viku. Hún hefur óslitið verið skáti síðan þá. Síðan í febrúar hefur hún gegnt stöðu félagsforingja Skátafélags Akraness, aðeins tuttugu og sex ára gömul. Hún segir skátastarfið fjölbreytt og að það hafi víkkað út sjóndeildarhring hennar svo…Lesa meira