Mannlíf

true

Jaðri færðar veglegar gjafir

Það var hátíðleg stund á dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík síðastliðinn föstudag þegar félög og fyrirtæki í Snæfellsbæ gáfu heimilinu tvö þrekhól. Ásbjörn Óttarsson lýsti aðdraganda þess að hjólin voru keypt og sagði meðal annars að síðastliðinn áratug hafi verið haldin kútmagakvöld einu sinni á ári í Röst á Hellissandi og allur hagnaður hafi verið lagður…Lesa meira

true

Lag tileinkað Grundarfirði

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar tók fyrir erindi frá Bakkastofu, Culture centre, á síðasta fundi sínum. Í erindinu var óskað eftir því að Grundarfjarðarbær tæki þátt í kostnaði við upptöku á lagi Valgeirs Guðjónssonar, en lagið er tileinkað Grundarfirði. Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita umbeðinn styrk, 120 þús. króna auk virðisaukaskatts. Styrkurinn tekur mið af því að höfundur…Lesa meira

true

Danskir dagar í Stykkishólmi framundan

Bæjarhátíðin Danskir dagar fer fram í Stykkishólmi dagana 17.-19. ágúst næstkomandi. Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1994 og og er því ein elsta bæjarhátíð landsins. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn Hjördísar Pálsdóttur safnstjóra Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla. En undirbúningur er í höndum starfsmanna safnanna ásamt fleirum. „Dagskráin hefst með danskri krakkasmiðju á bókasafninu…Lesa meira

true

Vel sóttur sveitamarkaður

Sveitamarkaður var haldinn í Nesi í Reykholtsdal síðastliðinn laugardag 28. júlí. Markaðurinn var vel sóttur enda fjölbreytt og gott úrval vara til kaups. Sem dæmi var hægt að næla sér í tælenskan mat, Laufeyjarís, ýmsa skrautmuni, kjöt og margt fleira auk þess sem gestir gátu fengið sér nýbakaðar vöfflur með rjóma og kaffi.Lesa meira

true

Reykhóladagar afslappaðir og skemmtilegir

Reykhóladagar fóru fram um dagana 27.-29. júlí síðastliðna. Dagskráin var að mestu leyti hefðbundin. Dráttarvélasýningin er líklega sá viðburður sem flestir telja einkenna hátíðina og var hún að sjálfsögðu á sínum stað. Venju samkvæmt var síðan keppt í dráttarvélaleikni að sýningunni lokinni. Sú keppni er löngu orðin víðfræg, en þar er ekið eftir þrautabraut á…Lesa meira

true

Opnaði útskurðarsýningu á Akranesi

Í tilefni af 80 ára afmæli sínu þá hefur Ásgeir Samúelsson sett upp sýningu á tréútskurði sínum á Bókasafni Akraness að Dalbraut. Sýningin stendur gestum til boða út ágústmánuð á opnunartíma safnsins. Sérstakt opnunarteiti fór fram í gær þar sem gestum var boðið upp á kaffi og kleinur á meðan þeir skoðuðu gripina. Verk Ásgeirs…Lesa meira

true

Unglingalandsmót um verslunarmannahelgi

Unglingalandsót UMFÍ er haldið ár hvert um verslunarmannahelgina fyrir ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára, en mótið er jafnframt hin glæsilegasta vímulausa fjölskylduhátíð. Í ár verður mótið haldið í Þorlákshöfn við glæsilegar aðstæður fyrir alla mótsgesti. Keppt verður í fjölbreyttum íþróttagreinum á mótinu, svo sem körfubolta, golfi, skotfimi, sundi og fleira, og geta allir…Lesa meira

true

Á góðri stund fór vel fram

Um 2500 manns voru samankomnir í Grundarfirði um helgina á bæjarhátíðinni Á góðri sttund. Hátíðin fór vel fram og ánægja var með hvernig til tókst. Veður var gott þó aðeins hafi rignt á meðan skrúðgangan stóð yfir. Myndasyrpu frá hátíðinni má sjá í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.Lesa meira

true

Hópur sjálfboðaliða við störf á Akranesi

Undanfarnar hefur hópur sjálfboðaliða á vegum Veraldavina unnið á Akranesi. Veraldarvinir eru íslensk félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtökin voru stofnuð í júní 2001 og hafa frá upphafi haft umhverfismál í öndvegi. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt. Lögð er rík áhersla á alþjóðlegt samstarf…Lesa meira

true

Harmonikkutónleikar í Reykholtskirkju á morgun

Norsk harmonikkuhljómsveit heldur tónleika í Reykholtskirkju á morgun, fimmtudaginn 2. ágúst. Sveitin er skipuð tíu harmonikkuleikurum auk bassaleikara og gítarleikara. Hún hefur á undanförnum árum komið fram á hinum ýmsu harmonikkumótum á Norðurlöndum og unnið til margra verðlauna fyrir sérlega vandaðan flutning. „Hljómsveitin er hér á vegum Félags harmonikkuunnenda í Reykjavík og mun koma fram…Lesa meira