Íþróttir

true

Skallagrímur tapaði og er kominn upp við vegg

Hamar og Skallagrímur mættust í þriðja leik í úrslitaeinvíginu um sæti í Subway deild karla í körfuknattleik á miðvikudagskvöldið og var leikurinn í Frystiklefanum í Hveragerði. Staðan var jöfn 1-1 eftir fyrstu tvo leikina og ljóst að liðið sem myndi ná sigri í þessum leik væri kominn vel ofan á í þessu hörku einvígi. Það…Lesa meira

true

ÍA og Kári úr leik í Mjólkurbikarnum

Skagamenn mættu Keflvíkingum í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu síðasta miðvikudag og fór leikurinn fram í miklu roki á gervigrasvellinum við Nettóhöllina í Reykjanesbæ. Skagamenn byrjuðu betur og áttu skot í stöng eftir aukaspyrnu strax á annarri mínútu og Gísli Laxdal Unnarsson átti síðan skot í slána á 20. mínútu en markalaust í hálfleik.…Lesa meira

true

Nýr leikmaður til ÍA – Skagamenn hefja leik í Mjólkurbikarnum í kvöld

Skagamenn hafa fengið liðsstyrk fyrir tímabilið í Lengjudeildinni í knattspyrnu í sumar. Svíinn Pontus Lindgren er hafsent sem kemur að láni frá KR út þetta tímabil. Pontus var áður hjá Íslendingaliðinu Norrköping í Svíþjóð en þar hafa nokkrir leikmenn ÍA komið við sögu og Arnór Sigurðsson leikur með félaginu um þessar mundir. Pontus er 22…Lesa meira

true

Komu heim með 22 verðlaunapeninga

Ellefu sundmenn frá Sundfélagi Akraness, 10-15 ára, tóku þátt í Ármannsmótinu sem fram fór í Laugardalslaug um helgina. Sundfólkið átti mörg góð sund með góðum bætingum. Þetta var fyrsta keppnin í 25m laug þetta árið. Bætingar voru mjög góðar og uppskeran var 50 bætingar í 58 sundum. Tveir sundmenn nældu sér í lágmörk á AMI:…Lesa meira

true

Loks sigur hjá Skallagrími í Lengjubikarnum

Hamar og Skallagrímur mættust í lokaleik í riðli 4 í C deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á Domusnovavellinum í Breiðholti. Skallagrímur var án sigurs í riðlinum á meðan Hamar hafði unnið einn leik. Heimamenn komust yfir eftir tæpan hálftíma leik með marki Sigurðar Ísaks Ævarssonar en þremur mínútum fyrir hálfleik…Lesa meira

true

Skagakonur töpuðu fyrir Völsungi í Lengjubikarnum

ÍA og Völsungur áttust við í undanúrslitum í C deild Lengjubikars kvenna á laugardaginn og var leikurinn í Akraneshöllinni. Þessi lið mættust í úrslitum í þessari deild í fyrra þar sem ÍA fagnaði sigri 3-2 í hörkuleik og því ljóst að norðanstúlkur áttu harma að hefna. Bæði lið leika í 2. deildinni í sumar sem…Lesa meira

true

Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings

Kvennatölt hmf. Borgfirðings fór fram föstudagskvöldið 14. apríl í Faxaborg. Góð skráning var á mótið og gaman að sjá konur bæði að norðan og sunnan koma og keppa við stöllur sínar í Borgarbyggð. Þemað á mótinu var rautt og því mikið um rauðar skreytingar bæði á hrossum og knöpum. Veitt voru verðlaun fyrir glæsilegasta búning…Lesa meira

true

Skallagrímur jafnaði metin í hörkuleik

Næstum sjö hundruð áhorfendur voru mættir í Fjósið í Borgarnesi í gærkvöldi á leik Skallagríms og Hamars í úrslitum um sæti í Subway deild karla í körfuknattleik. Hamarsmenn höfðu sigur á fimmtudagskvöldið í fyrsta leik liðanna og því var ljóst fyrir leik að Skallagrímur væri kominn upp við vegg ef ekki næðist sigur á heimavelli.…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði í fyrsta leik í úrslitunum

Hamar og Skallagrímur áttust við í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um sæti í Subway deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Hveragerði. Hátt í 300 hundruð manns voru mættir í Frystikistuna og þar á meðal heil rúta frá Borgarnesi með stuðningsmenn Skallagríms innanborðs. Það var jafnt á flestum tölum í fyrsta leikhluta…Lesa meira

true

Sameina þrjár kraftakeppnir í eina undir nafninu Víkingurinn

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á þann veg að sameina kraftakeppnirnar Vestfjarðavíkinginn, Austfjarðatröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót undir nafninu Víkingurinn. Fram kemur á vef Reykhólahrepps að aðal ástæðan fyrir þessari breytingu sé skortur á fjármagni, aukinn kostnaður og stytting á sýningartíma þátta í sjónvarpi. Sýningar á þáttunum hafa enn fremur dregist fram…Lesa meira