Íþróttir
Kolbrún Grétarsdóttir og Jaðrakan. Ljósm. iss

Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings

Kvennatölt hmf. Borgfirðings fór fram föstudagskvöldið 14. apríl í Faxaborg. Góð skráning var á mótið og gaman að sjá konur bæði að norðan og sunnan koma og keppa við stöllur sínar í Borgarbyggð. Þemað á mótinu var rautt og því mikið um rauðar skreytingar bæði á hrossum og knöpum. Veitt voru verðlaun fyrir glæsilegasta búning en það reyndist vera jólasveinninn frá Laxárholti, hún Tinna Rut Jónsdóttir sem hlaut þau. Einnig voru veitt verðlaun fyrir fallega reiðmennsku og kom sú viðurkenning í hlut Þóru Árnadóttur á Brennistöðum.