Íþróttir
Keith Jordan Jr. (fyrir miðju) var öflugur í leiknum með 32 stig. Ljósm. glh

Skallagrímur jafnaði metin í hörkuleik

Næstum sjö hundruð áhorfendur voru mættir í Fjósið í Borgarnesi í gærkvöldi á leik Skallagríms og Hamars í úrslitum um sæti í Subway deild karla í körfuknattleik. Hamarsmenn höfðu sigur á fimmtudagskvöldið í fyrsta leik liðanna og því var ljóst fyrir leik að Skallagrímur væri kominn upp við vegg ef ekki næðist sigur á heimavelli. Skallagrímur var síðast í efstu deild tímabilið 2018-2019 og það var ljóst miðað við stemninguna og öll lætin í Fjósinu að Borgnesingar hafa fullan hug á að komast í deild þeirra bestu á ný. Umgjörðin var alveg til fyrirmyndar, stúkan troðfull, trommusveitin mætt og ungviðið fékk að taka þátt á móti leikmönnum og heilsa þeim. Þá voru ljósin slökkt, enginn heima og dúndrandi stemning í Fjósinu fyrir þennan mikilvæga leik.

Skallagrímur jafnaði metin í hörkuleik - Skessuhorn