
Skallagrímur tapaði í fyrsta leik í úrslitunum
Hamar og Skallagrímur áttust við í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um sæti í Subway deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Hveragerði. Hátt í 300 hundruð manns voru mættir í Frystikistuna og þar á meðal heil rúta frá Borgarnesi með stuðningsmenn Skallagríms innanborðs. Það var jafnt á flestum tölum í fyrsta leikhluta en Milorad Sedlarevic og Davíð Guðmundsson sáu til þess að Skallagrímur hafði sex stiga forystu eftir að hafa sett niður tvo þrista, staðan 14:20 fyrir Skallagrími. Gestirnir héldu frumkvæðinu framan af í öðrum leikhluta og náðu mest ellefu stiga forskoti eftir tæpan fimm mínútna leik. En þá tóku heimamenn við sér og höfðu náð að minnka muninn í sex stig þegar flautað var til hálfleik, staðan 32:38 Skallagrími í vil.