Íþróttir

true

Skagakonur með stórsigur á móti ÍH

ÍA vann frábæran 6-1 útisigur gegn liði ÍH í annarri deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn í Skessunni í Hafnarfirði. Fyrir leik voru liðin jöfn að stigum í 5. og 6. sæti með 29 stig og ljóst að með sigri í leiknum gat það lið náð öðru sætinu. Það var ljóst frá…Lesa meira

true

Skallagrímur og Reynir töpuðu um helgina

Skallagrímur tók á móti liði KÁ í 4. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn á vel grænum Skallagrímsvelli og þurfti að sætta sig við tap. Skallagrímur var betri aðilinn í fyrri hálfleik og Sölvi Snorrason fékk dauðafæri snemma leiks þegar hann fékk boltann hægra megin í teignum en skaut framhjá. Gestirnir komust yfir á 21.…Lesa meira

true

Skagamenn gerðu jafntefli við Þrótt

Þróttur og ÍA mættust í Lengjudeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á gervigrasvelli Þróttar í Laugardalnum. Skagamenn komust yfir í leiknum strax á þriðju mínútu þegar Árni Marinó Einarsson markvörður ÍA tók langt útspark og Albert Hafsteinsson fékk boltann, rakti hann að teignum og setti hann niðri í hægra hornið. Heimamenn í…Lesa meira

true

Tóku þátt í Íslandsmóti 60+ í pútti

Íslandsmót 60+ í pútti var haldið í Reykjanesbæ síðastliðinn fimmtudag. Umsjón og framkvæmd mótsins var í höndum Púttklúbbs Suðurnesja. Leikið var á tveimur frábærum átján holu völlum 2×18 holur, alls 36. Veður var nokkuð gott, hlýtt en smá rigning. Suðurnesjamenn tóku vel á móti keppendum með súpu, brauði og kaffi fyrir keppni, en í loks…Lesa meira

true

Víkingur Ó. í þriðja sæti eftir sigur á Haukum

Víkingur Ólafsvík gerði góða ferð á Ásvelli í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar þeir sóttu lið Hauka í 2. deild karla í knattspyrnu. Víkingur þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að halda sér í toppbaráttunni eftir slakt gengi undanfarið á meðan Haukar sigla lygnan sjó um miðja deild. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik en…Lesa meira

true

Sveitakeppni í golfi fer fram um helgina

Það verður nóg að gera hjá kylfingum á Vesturlandi um næstu helgi, frá föstudegi til sunnudags. Um helgina verður sveitakeppni í 2. deild karla í golfi leikin á Garðavelli á Akranesi. Átta golfklúbbar taka þátt. Í Borgarnesi verður leikið á Hamarsvelli í 2. deild kvenna og þar taka tíu golfklúbbar þátt þeirra á meðal, Golfklúbburinn…Lesa meira

true

Skagamenn með öruggan sigur á Ægi

ÍA vann sinn þriðja sigur í röð í Lengjudeildinni í gærkvöldi þegar liðið tók á móti botnliði Ægis á Norðurálsvelli. Leikurinn fór rólega af stað en fyrsta markið kom á 12. mínútu eftir gott samspil heimamanna. Albert Hafsteinsson setti boltann í gegnum vörn Ægis út til hægri þar sem Breki Þór Hermannsson gaf hann fyrir…Lesa meira

true

Tveir tapleikir hjá Reyni um helgina

Reynir Hellissandi lék tvo leiki í liðinni viku í A riðli 5. deildar karla í knattspyrnu og þurfti að sætta sig við tap í báðum leikjunum. Á föstudaginn tók Reynir á móti Stokkseyri á Ólafsvíkurvelli þar sem gestirnir komust yfir á fimmtu mínútu með marki frá Þórhalli Aroni Mássyni en Daníel Áki Gunnarsson jafnaði fyrir…Lesa meira

true

Starfsemin komin af stað hjá Keilufélagi Akraness

Hjá Keilufélagi Akraness er starfsemin komin í gang þar sem einstaklingar hjá félaginu voru valdir til að taka þátt í mótunum U30 Euro National Challenge og Triple Crown sem fram fara í Livingston í Skotlandi núna í ágúst. Þetta er landsliðsverkefni og nokkurs konar vináttuleikar. Tvö gull, þrjú silfur og eitt brons hjá Ísak Birki…Lesa meira

true

Svekkjandi jafntefli hjá Kára

Kári og KFS áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn í Akraneshöllinni. Guðfinnur Þór Leósson kom Kára yfir strax á þriðju mínútu þegar hann fékk boltann í teignum eftir fyrirgjöf og setti boltann í netið. Gestirnir sem voru skipulagðir í leik sínum jöfnuðu á 15. mínútu með marki frá…Lesa meira