
Sigurvegarar í kvennaflokki. F.v. Helga Gísladóttir Akranesi, Guðrún Helga Andrésdóttir Borgarbyggð og Unnur Þorsteinsdóttir Reykjanesbæ. Á bak við þær sést í Hafstein Guðnason, formann Púttklúbbs Suðurnesja.
Tóku þátt í Íslandsmóti 60+ í pútti
Íslandsmót 60+ í pútti var haldið í Reykjanesbæ síðastliðinn fimmtudag. Umsjón og framkvæmd mótsins var í höndum Púttklúbbs Suðurnesja. Leikið var á tveimur frábærum átján holu völlum 2x18 holur, alls 36. Veður var nokkuð gott, hlýtt en smá rigning. Suðurnesjamenn tóku vel á móti keppendum með súpu, brauði og kaffi fyrir keppni, en í loks mótsins var öllum boðið að Nesvöllum þar sem veitingar voru frambornar og verðlaunaafhending fór fram.