Íþróttir

true

Mikilvægur sigur hjá Skagakonum

Kvennalið ÍA sem hefur átt frekar rýrt keppnistímabil í sumar og voru stelpurnar því komnar í fallsæti í Lengjudeildinni fyrir leikinn gegn Grindavík sem fór fram á föstudagskvöld á Akranesvelli. Þurftu þær því nauðsynlega á sigri að halda í leiknum til þess að rífa sig upp töfluna. Það var nákvæmlega það sem þær gerðu og…Lesa meira

true

Fimm mörk frá Jóhanni Árna afgreiddu Víkinga

Það er ekki á hverjum degi sem einn og sami leikmaðurinn skorar fimm mörk í leik. En það gerðist þegar að Fjölnir sigraði Víking Ólafsvík 7:0 í leik sem spilaður var á Ólafsvíkurvelli á föstudagskvöldið, en þá skoraði hinn tvítugi Jóhann Árni Gunnarsson fimm mörk. Það var fátt sem benti til þess að leikurinn mundi…Lesa meira

true

Skallagrímsmenn töpuðu gegn Uppsveitum

Skallagrímsmenn þurftu að sætta sig við 3-1 tap gegn Uppsveitum þegar liðin mættust á miðvikudaginn í 4. deild karla í knattspyrnu. Leikið var í uppsveitum Árnessýslu. Fyrsta markið skoraði Viktor Már Jónasson fyrir Borgnesinga á 29. mínútu en heimamenn í Uppsveitum náðu að lagfæra stöðu sína áður er flautað var til hálfleiks. Óliver Jóhannsson skilaði…Lesa meira

true

Körfuboltinn lifir í Stykkishólmi

Penninn var á lofti í íþróttahúsi Stykkishólms um helgina þegar hvorki meira né minna en 20 leikmenn í körfuknattleik skrifuðu undir leikmannasamninga fyrir komandi vetur í meistaraflokki karla og kvenna. Jafnframt var gengið frá ráðningu á þjálfurum meistaraflokkanna beggja. Gunnlaugur Smárason var ráðinn til þriggja ára sem þjálfari meistaraflokks karla. Sömuleiðis var Baldur Þorleifsson einnig…Lesa meira

true

Naumt tap í síðasta heimaleik Skallagríms á tímabilinu

Meistaraflokkur Skallagríms í fótbolta tapaði naumlega 1-2 í síðasta heimaleik liðsins gegn Hamri frá Hveragerði síðastliðinn föstudag. Hamarsliðið, sem hafði þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar, náði í seinni hálfleik að komast yfir eftir að hafa verið 0-1 undir stóran hluta af leiknum. Það var Davíð Freyr Bjarnason sem kom þeim gulklæddu yfir…Lesa meira

true

Fyrsti sigur Víkings í sumar leit dagsins ljós á Akureyri

Víkingur Ólafsvík gerði góða ferð til Akureyrar á laugardaginn. Liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Þór að velli 2:0 og landaði þar með sínum fyrsta sigri í sumar. Sigur Víkings var sanngjarn. Liðið mætti ákveðið til leiks og var betri aðilinn í fyrri hálfleik og skapaði sér fín færi. Náði Víkingur forystunni sanngjarnt þegar…Lesa meira

true

Staða Káramanna orðin erfið

Enn og aftur misstu Káramenn unninn leik niður í jafntefli í uppbótartíma þegar Leiknir frá Fáskrúðsfirði náði að jafna leikinn í 2:2 á þriðju mínútu í uppbótartíma. Liðin áttust við í Akraneshöllinni í gær. Káramenn urðu hreinlega að taka öll stigin í leiknum til þess eiga von um að bjarga sér frá falli. Fyrir leikinn…Lesa meira

true

Skagamenn heppnir með dráttinn í Mjólkurbikarnum

Í gærkvöldi var dregið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins í knattspyrnu karla. Drátturinn fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leik Víkings Reykjavíkur og KR þar sem Víkingur hafði betur 3-1. Annarrar deildarlið ÍR fékk heimaleik gegn ÍA í Breiðholtinu og Lengjudeildarlið Vestra, sem Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson þjálfar, mætir Íslandsmeisturum Vals. Þá…Lesa meira

true

Sylvía stóð sig vel á Norðurlandamótinu í grjótglímu

Sylvía Þórðardóttir, klifurkona úr ÍA, keppti á Norðurlandamótinu í grjótglímu sem fram fór um síðustu helgi í Kaupmannahöfn. Þetta er í annað sinn sem keppandi frá ÍA tekur þátt á Norðurlandamóti en Brimrún Eir Óðinsdóttir tók þátt á Norðurlandamótinu í línuklifri fyrir nokkrum árum. Þetta var frumraun Sylvíu í keppni á erlendri grundu en alls…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík í vonlítilli stöðu í Lengjudeildinni

Víkingur Ólafsvík tók í gærkvöldi á móti Fram á Ólafsvíkurvelli í frestuðum leik í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Fyrir leikinn var Fram í toppsæti deildarinnar með 38 stig en Víkingur í botnsætinu með aðeins tvö stig. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en lítið um marktækifæri og var staðan markalaus í hálfleik. Framarar komust…Lesa meira