Íþróttir

true

Berglind ráðin aðstoðarþjálfari Vals

Körfuknattleikskonan Berglind Lára Gunnarsdóttir úr Stykkishólmi, sem lék með Snæfelli og íslenska landsliðinu í körfubolta til margra ára, hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari deildar- og Íslandsmeistara Vals í körfuknattleik kvenna. Berglind, sem er 26 ára, varð að leggja skóna á hilluna eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi í byrjun árs 2020 en þegar hún slasaðist…Lesa meira

true

Reynir Hellissandi tapaði fyrir Álafossi

Reynir fór í bæjarferð í Mosfellsbæinn í gær og lék gegn liði Álafoss á Tungubakkavelli í C-riðli í 4. deild karla í knattspyrnu. Eina mark leiksins kom strax á níundu mínútu og var það Róbert Steinar Hjálmarsson sem skoraði markið fyrir Álafossmenn. Ekki náðu Reynismenn að svara þessu og lokastaðan því 1-0. Reynir er í…Lesa meira

true

Bjarki Péturs á keppnisskónum í Finnlandi

Bjarki Pétursson, atvinnukylfingur úr Borgarnesi, varð í 66. sæti á Vierumaki Finnish Challenge mótinu sem lauk í Finnlandi síðastliðinn sunnudag. Spilaðir eru fjórir hringir á fjórum dögum og endaði Bjarki mótið á samtals þremur höggum yfir pari eftir að hafa leikið lokahringinn á einu höggi yfir pari. Besti hringur Bjarka var þó á öðrum degi…Lesa meira

true

Stefán Gísli Íslandsmeistari í leirdúfuskotfimi

Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet, eða leirdúfuskotfimi á vegum Skotíþróttasambands Íslands, fór fram á velli Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn um helgina. Í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness Íslandsmeistari, í kvennaflokki Helga M. Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar, í unglingaflokki Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar og í liðakeppninni sveit Skotfélags Reykjavíkur. Stefán Gísli keppir…Lesa meira

true

Ólsarar töpuðu gegn Eyjamönnum

Víkingur Ólafsvík tók á móti liði ÍBV í Lengjudeild karla í knattspyrnu á Ólafsvíkurvelli á laugardaginn. Eyjamenn komust yfir eftir hálftíma leik með marki frá Ísak Andra Sigurgeirssyni sem lék óáreittur með boltann inn í teig Ólsara og sneiddi boltann snyrtilega í nærhornið. Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og þeir bættu við öðru…Lesa meira

true

Skagamenn eygja von eftir sigur á HK

Skagamenn tóku á móti HK í miklum fallbaráttuslag í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Skagamenn byrjuðu af miklum krafi og komust yfir strax á annarri mínútu. Viktor Jónsson lagði þá boltann út á Alexander Davey sem skaut á markið og fór boltinn af varnarmanni HK og í netið. Um miðbik fyrri hálfleiks…Lesa meira

true

Íslandsmeistararnir báðir úr GKG

Íslandsmótið í golfi fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri um liðna helgi. Keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í 80. skipti og í 55. skipti í kvennaflokki. Einnig var keppt um Björgvinsskálina í fyrsta sinn en um er að ræða gamlan verðlaunagrip sem veittur verður þeim áhugamanni sem leikur á lægsta skori í kvenna- eða…Lesa meira

true

Kári náði jafntefli gegn Njarðvík

Kári lék gegn liði Njarðvíkur á Rafholtsvellinum suður með sjó á föstudaginn í 2. deild karla í knattspyrnu. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik en Njarðvík komst yfir á 50. mínútu þegar Kenneth Hogg skallaði boltann í mark Kára en Ísak Örn Elvarsson jafnaði metin skömmu síðar með skalla eftir hornspyrnu. Njarðvík komst síðan aftur…Lesa meira

true

Leik ÍA og HK frestað í gærkvöldi vegna smits

Leikur ÍA og HK sem átti að fara fram í gærkvöldi á Akranesvelli í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu var frestað vegna þess að einn leikmaður HK greindist með Covid 19. Tveir leikir fóru fram í deildinni í gær; FH vann KR á útivelli 0-2 og komst þar með á toppinn og Grindavík vann sinn þriðja…Lesa meira

true

Sylvía keppir á Norðurlandamótinu í grjótglímu

Sylvía Þórðardóttir klifurkona úr ÍA, keppir á Norðurlandamótinu í grjótglímu sem fram fer um næstu helgi, 6. og 7. ágúst í Kaupmannahöfn í Danmörku. Sylvía keppir í B-flokki stúlkna en þetta er í annað sinn sem keppandi frá ÍA tekur þátt á Norðurlandamóti en Brimrún Eir Óðinsdóttir tók þátt á Norðurlandamótinu í línuklifri fyrir nokkrum…Lesa meira