Íþróttir

true

Skallagrímur áfram í bikarkeppninni

Skallagrímsmenn unnu fyrsta leik sinn á tímabilinu sem fór af stað í gærkvöldi þegar liðið tók á móti Hamarsmönnum í forkeppni VÍS bikarkeppni karla í körfuknattleik. Hamarsmenn, sem unnu sig upp í úrvalsdeild eftir síðasta tímabil, þurftu að sætta sig við tap á spennandi lokamínútum gegn Skallagrími sem spilar í fyrstu deild. Gestirnir úr Hveragerði…Lesa meira

true

Einar Örn Íslandsmeistari í bekkpressu

Íslandsmeistaramót í bekkpressu og klassískri bekkpressu hjá Kraftlyftingasambandinu fóru fram í gær og var það Stjarnan í Garðabæ sem annaðist mótshaldið. Fyrst var keppt í búnaði og urðu stigahæst þau Einar Örn Guðnason á Akranesi og Þóra Kristín Hjaltadóttir frá Massa. Einar Örn er því Íslandsmeistari í -120kg flokki með og án búnaðar. Í klassískri…Lesa meira

true

Skagastúlkur enn ekki lausar við falldrauginn

ÍA lék gegn liði Víkings úr Reykjavík í 16. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu í Fossvoginum í gær en fyrir leikinn voru Víkingsstelpur í þægilegri stöðu um miðja deild á meðan Skagastúlkur heyja harðvítuga fallbaráttu. ÍA komst yfir í leiknum með marki frá Dana Joy Scheriff á 22. mínútu en þetta var hennar fjórða mark…Lesa meira

true

Skagamenn eygja enn von þrátt fyrir tap gegn KR

Skagamenn tóku á móti KR í 18. umferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu karla á Akranesvelli í gærkvöldi. Leikurinn var ansi mikilvægur fyrir bæði lið, Skagamenn eru í harðri fallbaráttu á meðan KR-ingar eru að eltast við Evrópusæti í efri hluta deildarinnar. Gestirnir byrjuðu leikinn betur í gær og komust yfir á 14. mínútu þegar…Lesa meira

true

Víkingur einum leik frá falli eftir tap gegn Vestra

Víkingur Ólafsvík lék gegn liði Vestra í Lengjudeild karla í knattspyrnu á Olísvellinum á Ísafirði í gær og varð að sætta sig við 14. tap tímabilsins í 17 leikjum. Pétur Bjarnason kom heimamönnum yfir á 17. mínútu og fimm mínútum fyrir leikhlé bætti Pétur við sínu öðru marki og staðan í leikhléi 2-0. Guðmundur Arnar…Lesa meira

true

Skallagrímur semur við þrjá leikmenn

Penninn var á lofti í í herbúðum Skallagríms í Borgarnesi í liðinni viku. Samningar voru endurnýjaðir við tvo leikmenn, þá Davíð Guðmundsson og Benedikt Lárusson, sem ætla að taka slaginn með meistaraflokki karla á komandi vetri. Þar að auki var Arnar Smári Bjarnason fenginn aftur í liðið fyrir komandi vetur en hann hélt í víking…Lesa meira

true

Golfklúbburinn Leynir sigraði í 2. deild kvenna +50

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild kvenna í +50 ára flokki fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 19. – 21. ágúst. Alls tóku átta klúbbar þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og leikið var í tveimur riðlum og komust tvö efstu liðin úr hvorum riðli í undanúrslit. Golfklúbburinn Leynir frá Akranesi og Golfklúbbur Suðurnesja léku…Lesa meira

true

Reynir tapaði stórt í lokaleiknum

Reynir frá Hellissandi lék síðasta leik sinn í sumar í C-riðli 4. deildar karla í gær á Ólafsvíkurvelli gegn liði Álftaness sem endaði í toppsæti riðilsins og er á leið í úrslitakeppnina um að komast upp í 3. deild. Leikurinn byrjaði ansi fjörlega því strax á þriðju mínútu komst Álftanes yfir með marki Andra Janussonar.…Lesa meira

true

Kári kominn í neðsta sætið

Knattspyrnufélagið Kári er nú í neðsta sætinu í 2. deild karla í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Liðið er níu stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir og nokkuð ljóst að Káramenn þurfa að sætta sig við fall í þriðju deild þegar talið verður upp úr kjörkössunum í haust.  Kári mætti norðanmönnum úr Völsungi,…Lesa meira

true

Skellur hjá Skallagrími á Valsvellinum

Skallagrímur úr Borgarnesi mætti KH (Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda) í 4. deildinni á laugardaginn og fór leikurinn fram á Valsvellinum. Skallagrímsmenn fengu skell og töpuðu leiknum 2:9. Ernir Daði Arnberg Sigurðsson varð fyrir því óhappi að koma KH yfir með sjálfsmarki á 20. mínútu, en mínútu síðar jafnaði Viktor Ingi Jakobsson metin fyrir Skallagrím. En aðeins þremur…Lesa meira