Íþróttir

true

Víkingur tapaði gegn Þrótti

Víkingur Ólafsvík lék gegn liði Þróttar í Lengjudeild karla í knattspyrnu í Laugardalnum í gær. Þróttur komst yfir strax á þriðju mínútu með marki frá Sam Ford en Harley Willard jafnaði metin einungis fjórum mínútum síðar þegar hann fékk boltann í teignum og skaut föstu skoti sem fór af varnarmanni. Boltinn datt aftur til Willard…Lesa meira

true

Ísak Bergmann og Arnór hafa vistaskipti

Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Arnór Sigurðsson höfðu báðir vistaskipti í fótboltanum í sumar. Ísak Bergmann Jóhannesson gekk til liðs við danska stórliðið FC Köbenhavn í síðustu viku frá Norrköping og skrifaði hann undir samning hjá félaginu til ársins 2026. Eftir þriggja ára veru hjá Norrköping hefur hann ákveðið að taka stærra skref. Ísak sem…Lesa meira

true

Kári er fallinn í þriðju deild

Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi er fallið niður í 3. deild. Það varð endanlega ljóst eftir tapleik gegn toppliði Þróttar úr Vogunum 0:5 í leik sem fram fór í Akraneshöllinni á föstudagskvöldið. Það má segja að allt frá byrjun hafi sést í hvað stefndi. Þróttur var sterkari aðilinn á flestum sviðum leiksins og náði forystunni strax…Lesa meira

true

Staðan orðin erfið hjá Skagakonum

Staða kvennaliðs ÍA versnaði enn eftir 0:3 tap gegn Aftureldingu á Akranesvelli á laugardag. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru ekki upp á það besta á laugardaginn. Strekkingsvindur sem stóð á annað markið. Gestirnir úr Aftureldingu léku undan vindi í fyrri hálfleik. Eftir aðeins 40 sekúndna leik fengu þær aukaspyrnu utan vítateigs Skagakvenna. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir tók…Lesa meira

true

„Verðum klárlega með á næsta ári“

Reynir frá Hellissandi tók þátt á Íslandsmótinu í knattspyrnu í fyrsta skipti í sumar og þar var aðalforsprakkinn Kári Viðarsson í að koma liðinu á laggirnar. Reynir endaði í sjötta sæti C-riðils í 4. deild með tólf stig í sextán leikjum, vann þrjá leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði tíu leikjum. Kári var spilandi þjálfari…Lesa meira

true

Skallagrímur semur við nýjan leikstjórnanda

Meistaraflokkur kvenna í Skallagrími hefur samið við leikstjórnandann Nikola Nedoroscikova um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Nikola kemur frá Slóvakíu en hefur undanfarin ár leikið í efstu og næstefstu deild í Portúgal. Þar á undan spilaði hún í háskólaboltanum í Bandaríkjunum fyrir Roger State í NCAA deildinni. Fremur lítið hefur komið af fréttum…Lesa meira

true

ÍA stúlkur komnar í fallsæti í Lengjudeild kvenna

ÍA og HK mættust á Akranesvelli í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi en þetta var frestaður leikur úr 13. umferð og átti upphaflega að fara fram 5. ágúst. Liðin eru í mikilli botnbaráttu ásamt þremur öðrum liðum og var þetta því algjör sex stiga leikur. HK komst strax yfir á þriðju mínútu þegar Ragnheiður…Lesa meira

true

Kári nánast fallinn eftir tap gegn ÍR

Káramenn gerðu sér ferð í Breiðholtið á föstudagskvöldið og töpuðu gegn ÍR með fjórum mörkum gegn einu í 2. deild karla í knattspyrnu. Pétur Hrafn Friðriksson skoraði tvö mörk með stuttu millibili um miðjan fyrri hálfleik fyrir ÍR og á 67. mínútu bætti Reynir Haraldsson þriðja markinu við fyrir heimamenn. Garðar Bergmann Gunnlaugsson minnkaði muninn…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík fallinn í 2. deild eftir tap gegn Selfossi

Víkingur tók á móti liði Selfoss á laugardaginn í Lengjudeild karla í knattspyrnu og tapaði leiknum með þremur mörkum gegn engu. Því er ljóst að Víkingur er fallinn í 2. deild en liðið hefur spilað samfleytt í næstefstu deild frá árinu 2018. Selfyssingar komust yfir eftir hálftíma leik með marki Valdimars Jóhannssonar og á síðustu…Lesa meira

true

Skagamenn enn í fallsæti en eygja smá von um að halda sér uppi

Skagamenn léku gegn liði KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á Greifavellinum á Akureyri í gær og töpuðu þriðja leiknum í röð í deildinni. Leikurinn byrjaði fjörlega og Skagamenn fengu fyrsta færi leiksins þegar Wout Droste átti skot af stuttu færi sem fór fram hjá marki KA-manna. Fyrsta mark leiksins kom á 26.…Lesa meira