Íþróttir

true

Keppt var í tölti á KB mótaröðinni

Annað mótið í KB mótaröðinni í hestaíþróttum fór fram um helgina í Faxaborg. Keppt var í tölti í öllum flokkum. Lokamótið fer svo fram laugardaginn 18. mars þegar keppt verður í fimmgangi. Þá verða einnig veitt verðlaun í einstaklingskeppninni, en öll þrjú mótin telja til stiga og fimm efstu keppendur í hverjum flokki verða verðlaunaðir.…Lesa meira

true

Kári þéttir raðirnar fyrir þriðju deildina

Síðasta hálfan mánuð hefur verið nóg að gera á skrifstofunni hjá Knattspyrnufélaginu Kára á Akranesi sem leikur í 3. deildinni næsta sumar. Alls hafa 14 leikmenn gengið til liðs við félagið og þar af sex leikmenn frá ÍA og sex frá Skallagrími í Borgarnesi. Frá ÍA koma þeir Björn Darri Ásmundsson, Sveinn Svavar Hallgrímsson og…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík fær liðsstyrk

Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur hefur samið við marokkóska leikmanninn Abdelhadi Khalok um að leika með liðinu í 2. deildinni næsta sumar sem hefst í byrjun maí. Fram kemur á FB síðu félagsins að Khalok sem er fæddur og uppalinn á Spáni sé 26 ára sóknarmaður og þyki mjög hraður og teknískur leikmaður. Hann er væntanlegur til…Lesa meira

true

Snæfell með góðan sigur á Ármanni

Snæfell og Ármann áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Stykkishólmi. Leikurinn fór frekar hægt af stað og jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar. Gestirnir náðu síðan yfirhöndinni og náðu mest sex stiga forystu eftir rúmar sex mínútur, staðan 13:19. Ármann hitti úr fimm þriggja skotum sínum af níu…Lesa meira

true

Lengjubikarinn kominn á fullt

Vesturlandsliðin léku um síðustu helgi í Lengjubikar karla í knattspyrnu og voru úrslitin frekar misjöfn hjá liðunum. ÍA fór í Kórinn í riðli 1 í A deild og þar var aðeins eitt mark skorað á lokamínútu leiksins. Þar var að verki Oliver Haurits leikmaður HK og lokatölur því 1-0 fyrir HK. ÍA er með þrjú…Lesa meira

true

Frábær ferð skíðanemenda í FSN

Nemendur í íþróttaáfanganum ÍÞRÓSK02 í Fjölbrautaskóla Snæfellinga skelltu sér í Hlíðarfjall á Akureyri dagana 20. – 22. febrúar síðastliðinn. Einhverjir nemendur voru að stíga sín fyrstu skrif á skíðum eða bretti en aðrir voru að bæta við kunnáttu sína í skíða- og brettafræðum. Farið var með rútu frá skólanum á mánudagsmorgni og farið beint upp…Lesa meira

true

Góður árangur keilufólks frá Akranesi

Félagar í Keilufélagi Akraness halda áfram að gera góða hluti. Dagana 12.-19. febrúar fór Ísak Birkir Sævarsson á Vináttuleikana í keilu sem fram fóru í Qatar. Mótshaldarar bjóða uppá fæði og húsnæði en ferðakostnað bera keppendur sjálfir. Ísak náði 3. sæti í liðakeppni í Qatar ásamt Aroni Hafþórssyni úr KFR, Mikael Aroni Vilhelmssyni úr KFR…Lesa meira

true

Guðmar Þór á Ástarpungi efstur í Vesturlandsdeildinni

Fyrsta mótið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum var haldið föstudagskvöldið 24. febrúar í Faxaborg. Keppt var í fjórgangi. Vesturlandsdeildin er einstaklings- og liðakeppni en sex lið etja kappi og eru fimm keppendum í hverju liði. Telja svo þrír efstu knapar úr hverju liði til stiga í liðakeppninni. Að þessu sinni var það lið Hergils/Söðulsholts sem stóð…Lesa meira

true

Vesturlandsliðin nokkuð heppin með dráttinn í Mjólkurbikarnum

Búið er að draga í forkeppni Mjólkurbikars karla og kvenna í knattspyrnu. Forkeppni Mjólkurbikars karla fer fram 31. mars til 10. apríl. 32-liða úrslitin verða leikin dagana 19. til 21. apríl en félög í Bestu deild karla koma inn í 32-liða úrslitum. Forkeppni Mjólkurbikars kvenna fer fram dagana 23. apríl til 8. maí. 16-liða úrslit…Lesa meira

true

Fimmti sigur Skallagríms í röð

Fjölnir og Skallagrímur mættust í 1. deild karla í körfuknattleik síðasta föstudagskvöld og var leikurinn í Dalhúsum í Grafarvogi. Fjölnir hafði unnið síðustu þrjá leiki sína í deildinni og Skallagrímur fjóra þannig að ljóst var að um hörkuleik yrði að ræða. Fyrsti leikhluti bauð upp á mikla baráttu þar sem liðin skiptust á að ná…Lesa meira