Íþróttir
Byrjunarlið Kára gegn ÍH á föstudagskvöldið. Ljósm. af FB síðu Kára.

Lengjubikarinn kominn á fullt

Vesturlandsliðin léku um síðustu helgi í Lengjubikar karla í knattspyrnu og voru úrslitin frekar misjöfn hjá liðunum. ÍA fór í Kórinn í riðli 1 í A deild og þar var aðeins eitt mark skorað á lokamínútu leiksins. Þar var að verki Oliver Haurits leikmaður HK og lokatölur því 1-0 fyrir HK. ÍA er með þrjú stig eftir þrjá leiki í riðlinum en efstur er Valur með níu stig og KR og HK með sex stig. Næsti leikur Skagamanna er á móti Grindavík á laugardaginn í Akraneshöll og hefst á hádegi.

Lengjubikarinn kominn á fullt - Skessuhorn