
Keith Jordan Jr. var öflugur á móti Fjölni og skoraði 37 stig. Hér í leik gegn Sindra fyrr í mánuðinum. Ljósm. glh
Fimmti sigur Skallagríms í röð
Fjölnir og Skallagrímur mættust í 1. deild karla í körfuknattleik síðasta föstudagskvöld og var leikurinn í Dalhúsum í Grafarvogi. Fjölnir hafði unnið síðustu þrjá leiki sína í deildinni og Skallagrímur fjóra þannig að ljóst var að um hörkuleik yrði að ræða. Fyrsti leikhluti bauð upp á mikla baráttu þar sem liðin skiptust á að ná forystu. Eftir fimm mínútna leik var staðan 11:11 og þegar honum lauk var enn hnífjafnt, 22:22. Í öðrum leikhluta voru heimamenn sterkari í byrjun, skoruðu átta stig í röð og breyttu stöðunni í 36:26 eftir þriggja mínútna leik. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan á sömu nótum og munurinn enn tíu stig, 46:36 fyrir Fjölni.