
Efstu knapar að loknu fyrsta kvöldi keppninnar. Ljósm. Brynja Gná.
Guðmar Þór á Ástarpungi efstur í Vesturlandsdeildinni
Fyrsta mótið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum var haldið föstudagskvöldið 24. febrúar í Faxaborg. Keppt var í fjórgangi. Vesturlandsdeildin er einstaklings- og liðakeppni en sex lið etja kappi og eru fimm keppendum í hverju liði. Telja svo þrír efstu knapar úr hverju liði til stiga í liðakeppninni. Að þessu sinni var það lið Hergils/Söðulsholts sem stóð efst.