Íþróttir
Horft á boltann. Úr leik Snæfells og Ármanns. Ljósm. sá

Snæfell með góðan sigur á Ármanni

Snæfell og Ármann áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Stykkishólmi. Leikurinn fór frekar hægt af stað og jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar. Gestirnir náðu síðan yfirhöndinni og náðu mest sex stiga forystu eftir rúmar sex mínútur, staðan 13:19. Ármann hitti úr fimm þriggja skotum sínum af níu í leikhlutanum og komu því flest stig þeirra í fyrsta leikhluta þaðan á meðan Snæfell hitti aðeins úr einu af níu. Adda Sigríður Ásmundsdóttir átti síðasta orðið fyrir Snæfell þegar hún minnkaði muninn í fjögur stig á sjöundu mínútu. Eftir það skutu liðin á víxl þriggja stiga skotum en engin af þeim fór ofan í körfurnar og staðan 15:19 fyrir Ármanni. Í byrjun annars leikhluta voru liðin alls ekki að hitta vel og skoruðu ekki mörg stig fyrstu fimm mínúturnar. En þá fór Snæfell loks í gang og hafði náð að jafna fyrir hálfleik, staðan 32:32.

Snæfell með góðan sigur á Ármanni - Skessuhorn