
Ari Gunnarson og Sprettur urðu efstir í barnaflokki. Ljósm. iss
Keppt var í tölti á KB mótaröðinni
Annað mótið í KB mótaröðinni í hestaíþróttum fór fram um helgina í Faxaborg. Keppt var í tölti í öllum flokkum. Lokamótið fer svo fram laugardaginn 18. mars þegar keppt verður í fimmgangi. Þá verða einnig veitt verðlaun í einstaklingskeppninni, en öll þrjú mótin telja til stiga og fimm efstu keppendur í hverjum flokki verða verðlaunaðir.