Íþróttir

true

Naumt tap á útivelli

Eftir dramatískan 1-0 heimasigur á Dalvík/Reyni síðastliðinn miðvikudag biðu Káramenn lægri hlut gegn Fjarðabyggð þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var á Eskjuvelli á Eskifirði. Aðeins eitt mark leit dagsins ljós. Það skoðraði Vice Kendes fyrir heimamenn á 65. mínútu og þar við sat. Heimamenn sigruðu 1-0. Kári hefur…Lesa meira

true

Sannfærandi sigur Víkings

Víkingur Ó. vann sannfærandi 3-0 sigur á Leikni F., í fyrsta heimaleik liðsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, þegar liðin mættust á Ólafsvíkurvelli í gærkvöldi. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og Harley Willard átti skot sem small í stönginni eftir aðeins tveggja mínútna leik. Víkingsmenn voru mun öflugri, sóttu stíft og sköpuðu sér nokkur ágætis marktækifæri.…Lesa meira

true

Fóru svangir heim úr markaveislu

ÍA mátti sætta sig við tap gegn Breiðabliki þegar liðin mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var á Kópavogsvelli. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi fengið mikið fyrir peninginn, því leikurinn var mikil markaveisla þar sem átta mörk litu dagsins ljós. Fimm þeirra skoruðu Blikar, en Skagamenn þrjú. Leikurinn…Lesa meira

true

Skagamenn falla niður í aðra deild í golfinu

Íslandsmót golfklúbba sem spila í fyrstu deild karla og kvenna fór fram dagana 23.-25. júlí. Keppt var á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Odda. Golfklúbbur Reykjavíkur bar sigur úr býtum í 1. deild kvenna og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar í 1. deild karla. Golfklúbburinn Leynir á Akranesi varð í…Lesa meira

true

Skagamenn töpuðu gegn Stjörnunni

Liðsmenn ÍA máttu sætta sig við tap 1-2 gegn Stjörnunni þegar liðin mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Leikið var á Akranesvelli í gærkvöldi. Eftir jafnan baráttuleik framan af fyrri hálfleik komust Stjörnumenn yfir á 23. mínútu. Þeir áttu hornspyrnu frá vinstir sem Skagamenn skölluðu frá markinu. Boltinn barst utarlega í vítateiginn, hægra…Lesa meira

true

Dramatískur sigur Kára

Káramenn unnu dramatískan 1-0 sigur á Dalvík/Reyni, þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var í Akraneshöllinni. Áhorfendur þurftu að bíða lengi þar til fyrsta og eina mark leiksins leit dagsins ljós, því það kom ekki fyrr en á 85. mínútu. Káramenn sóttu hratt upp völlinn og sóknin endaði með…Lesa meira

true

Ólafsvíkingar burstaðir

Víkingur Ó. lék sinn fyrsta leik undir stjórn Guðjóns Þórarsonar þegar liðið mætti Leikni R. í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikið var á Leiknisvelli í gærkvöldi. Ólafsvíkingar fengu enga draumabyrjun undir stjórn nýs þjálfara. Þvert á móti voru það heimamenn sem réðu lögum og lofum inni á vellinum og sigruðu að lokum með fimm…Lesa meira

true

Jafntefli á Skallagrímsvelli í gær

Lið Skallagríms og Ísbjarnarins skildu jöfn þegar þau mættust í sjöundu umferð fjórðu deildar knattspyrnu karla á Skallagrímsvelli í gærkvöldi. Í síðustu umferð tapaði Skallagrímur gegn Hamarsmönnum en Ísbjörninn gerði jafntefli gegn KFB. Leikurinn var jafn allan tíman og mikið boltahnoð einkenndi leikinn. Liðin skiptust á að senda knöttinn sín á milli en hvorugt náði…Lesa meira

true

Býður upp á sumarnámskeið í borðtennis í Borgarnesi

Vikuna 10.-14. ágúst nk. verður boðið upp á byrjendanámskeið í borðtennis í Borgarnesi. Námskeiðið er ætlað börnum og unglingum á aldrinum 10 til 15 ára. Kennslan verður í höndum Ársólar Clöru Arnardóttur, borðtenniskonu úr KR. Ársól Clara á m.a. að baki farsælan feril í borðtennis með Borðtennisdeild KR og landsliðinu. Á námskeiðinu verður farið í…Lesa meira

true

Stórsigur Kára

Káramenn unnu stórsigur á Víði, 5-0, þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöld. Leikið var í Akraneshöllinni. Strax á 11. mínútu áttu Káramenn laglega sókn upp vinstri kantinn sem endaði með því að brotið var á Andra Júlíussyni í vítateignum, í þann mund sem hann var að komast í upplagt marktækifæri.…Lesa meira