Íþróttir

true

Snæfellingar burstaðir

Snæfellingar fóru enga skemmtireisu til Stokkseyrar síðastliðið föstudagskvöld, þegar þeir mættu liði heimamanna í 4. deild karla í knattspyrnu. Skemmst er frá því að segja að Stokkseyringar burstuðu lið Hólmara og sigruðu með sjö mörkum gegn engu. Jón Jöull Þráinsson kom heimamönnum yfir á 14. mínútu leiksins og Þórhallur Aron Másson bætti öðru marki þeirra…Lesa meira

true

Töpuðu á heimavelli

Víkingur Ó. mátti sætta sig við tap gegn Aftureldingu, 1-3, þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöld. Leikið var á Ólafsvíkurvelli. Brynjar Kristmundsson stýrði liðinu í leiknum en Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfari Ólafsvíkinga, fylgdist með úr stúkunni. Hann mun síðan stýra liðinu frá og með næsta leik. En aftur að leik…Lesa meira

true

Skagamenn fengu skell á Víkingsvelli

Skagamenn máttu sækja knöttinn sex sinnum í netið þegar þeir heimsóttu Víking R. í Pepsi Max deildinni í gærkvöldi. Staðan var 2-1 í hálfleik og leikurinn galopinn, en í þeim síðari tóku heimamenn öll völd á vellinum og sigruðu að lokum 6-2. Fyrst dró til tíðinda á 23. mínútu leiksins þegar Víkingur fékk vítaspyrnu eftir…Lesa meira

true

ÍA konur tapa fyrir toppliðinu

Kvennalið ÍA þurfti að lúta í lægra haldi gegn sterku liði Keflavík þegar liðin mættust í Reykjanesbæ í fimmtu umferð fyrstu deildar kvenna í knattspyrnu í gær. Skagakonur hafa átt erfitt uppdráttar með að sigla sigrum í höfn það sem af er móti. Fyrir viðureignina voru þær með þrjú jafntefli og einungis einn sigur að…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði í toppslagnum

Borgnesingar í Skallagrími þurftu að sætta sig við tap gegn Hamarsmönnum þegar liðin mættust í toppslag C riðils fjórðu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi í Hveragerði. Það voru heimamenn úr Hveragerði sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Það kom á 26. mínútu þegar Bjarki Rúnar Jónínuson skilaði knettinum inn fyrir mark þeirra gulklæddu. Tíu mínútum…Lesa meira

true

Íslandsmót eldri kylfinga hafið í Borgarnesi

Íslandsmót eldri kylfinga í golfi fer fram dagana 16.-18. júlí á Hamarsvelli í Borgarnesi. Alls eru 133 kylfingar skráðir til leiks; 40 konur og 93 karlar. Keppendur koma frá 23 klúbbum víðsvegar af landinu. Leiknir verða þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar og leika karlarnir af gulum teigum og…Lesa meira

true

Metþátttaka í meistaramóti Golfklúbbs Leynis

Meistaramót Golfklúbbsins Leynis fór fram á Garðavelli á Akranesi í liðinni viku. Keppt er í höggleik og tóku alls 146 kylfingar þátt í mótinu sem reyndist metþátttaka í þessari keppni. Mótið hófst mánudaginn 6. júlí þegar yngri kylfingar hófu keppni. Á miðvikudegi fóru eldri flokkar af stað og lauk mótinu með tilheyrandi verðlaunaafhendingu og lokahófi…Lesa meira

true

Þjálfarinn rekinn frá Víkingi Ólafsvík

Knattspyrnufélagið Víkingur Ólafsvík sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem upplýst er að Jóni Páli Pálmasyni þjálfara hafi verið sagt upp störfum sem þjálfara félagsins. Liðið hefur ekki átt góðu gengi að fagna á mótinu í sumar og er í níunda sæti fyrstu deildar karla með sex stig eftir fimm umferðir. Í tilkynningunni segir:…Lesa meira

true

ÍA áfram í Mjólkurbikar kvenna

Kvennalið ÍA tryggði farseðil sinn í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir dramatískan sigur gegn Kópavogsliðinu Augnabliki á laugardag á Akranesvelli. Fyrsta mark kom frá heimastúlkum eftir um hálftíma leik. Það var Erla Karitas Jóhannesdóttir sem kom þeim stöllum yfir á 27. mínútu og leiddu þær gulklæddu í leikhléi. Í síðari hálfleik var allt í járnum og…Lesa meira

true

Skagamenn komnir í toppbaráttuna

Meistaraflokkur ÍA í knattspyrnu karla átti ekki í vandræðum með nýliða Gróttu þegar liðin mættust í sjöttu umferð Íslandsmótsins á Seltjarnarnesi á sunnudaginn. Gróttamenn unnu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð og komu því fullir sjálfstrausts til leiks. Skagamenn aftur á móti skildu jafnir við HK á heimavelli í síðustu umferð, en þeir félagar hafa…Lesa meira