Íþróttir

true

Bjarki og Ragnhildur í forystu fyrir lokadaginn

Borgnesingurinn Bjarki Pétursson, sem spilar fyrir GKG, er með tveggja högga forystu í karlaflokki fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Lokahringurinn verður spilaður í dag. Bjarki, sem setti vallarmet á Hlíðavelli á öðrum keppnisdegi, fylgdi eftir góðri spilamennsku með því að leika á 69 höggum í gær eða…Lesa meira

true

Knattspyrnuleikjum frestað

Öllum knattspyrnuleikjum í meistaraflokki karla og kvenna sem fara áttu fram á morgun, laugardaginn 8. ágúst, hefur verið frestað. Ákvörðun um leiki sunnudagsins 9. ágúst verður tekin í dag. Ástæða frestunarinnar er óvissa um mótahald vegna Covid-19. Mótanefnd KSÍ hefur sömuleiðis ákveðið að fresta öllum leikjum í 2. flokki karla og kvenna sem eru á…Lesa meira

true

Isaiah Coddon á förum frá Skallagrími

Bakvörðurinn Isaiah Coddon mun ekki leika með Skallagrími í 1. deild karla í körfuknattleik næsta vetur, eins og áður hafði verið áformað. Hann flyst búferlum til Reykjavíkur vinnu sinnar vegna, auk þess sem hann og sambýliskona hans eiga von á sínu fyrsta barni, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu kkd. Skallagríms. Isaiah…Lesa meira

true

Ísak Bergmann áfram hjá Norrköping

Sænska knattspyrnufélagið IFK Norrköpking greindi frá því í dag að Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefði endurnýjað samning sinn við félagið. Ísak er 17 ára gamall og gekk til liðs við Norrköping fyrir tveimur árum síðan, þá 15 ára gamall. Hann þykir mikið efni og hefur hlutverk hans sænska liðinu vaxið stöðugt. Hann hefur spilað ellefu…Lesa meira

true

Kylfingar landsins aldrei fleiri

Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri, en 1. júlí síðastiðinn voru skráðir félagsmenn golfklúbba víðs vegar um landið 19.726 talsins. Hefur kylfingum fjölgað um rúmlega 1900 frá síðasta ári, eða sem nemur um 11%, að því er fram kemur á vef Golfsambands Íslands. Aukningin er 25% í flokki 15 ára og yngri og fjölgun…Lesa meira

true

Ólafur Þorri til Skallagríms

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við bakvörðinn Ólaf Þorra Sigurjónsson um að leika með liði Borgnesinga í 1. deild karla næsta vetur. Ólafur Þorri er 21 árs gamall bakvörður og uppalinn hjá KR. Hann hefur verið hluti af leikmannahópi KR undanfarin ár, auk þess að hafa leikið með unglingaliðum félagsins og með KV í 2. deildinni…Lesa meira

true

Nikita Telesford í Skallagrím

Skallagrímur hefur samið við kanadísku körfuknattleikskonuna Nikitu Telesford um að leika með liðinu í Domino‘s deildinni á næsta tímabili. Nikita er 23 ára gömul, 189 cm á hæð og leikur stöðu miðherja. Hún er uppalin í Toronto í Kanada en hefur einnig breskt ríkisfang. Á síðasta tímabili lék hún með liði Concordia í kanadíska háskólaboltanum…Lesa meira

true

Tíunda Flemming púttmótið

Flemming-pútt, opið púttmót, fór fram föstudaginn 24. júlí á Hvammstanga. Þátttaka var ágæt, völlurinn sæmilegur en veðrið hefði mátt vera betra. Að venju voru leiknar 2×18 holur, alls 36. Er þetta í tíunda sinn sem mótið er haldið, en fyrst mótið var haldið að loknu Landsmóti UMFÍ 50 +, sem haldið var í fyrsta sinn…Lesa meira

true

Tryggðu sér jafntefli í uppbótartíma

Skagakonur gerðu jafntefli við Fjölni, 1-1, þegar liðin mættust í 7. umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Leikið var í Grafarvogi í gærkvöldi. Sara Montoro kom Fjölni yfir strax á 10. mínútu leiksins og og fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik. Heimakonur leiddu raunar með einu marki allt þar til á lokamínútu leiksins.…Lesa meira

true

Verma enn botnsætið

Snæfellingar biðu lægri hlut gegn Birninum, þegar liðin mættust í 4. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var í Stykkishólmi og það voru gestirnir sem skoruðu öll þrjú mörk leiksins. Guðbjörn Alexander Sæmundsson braut ísinn fyrir Björninn á 16. mínútu leiksins og Pétur Ásbjörn Sæmundsson skoraði annað mark gestanna á 22. mínútu leiksins. Fleiri…Lesa meira