Fréttir

true

Varað við talsverðum vindhviðum í kvöld á Vesturlandi

Vegagerðin hefur sent út ábendingu um að spáð sé vaxandi vindi þegar líður á daginn. Frá því um kl.18 síðdegis í dag og fram yfir miðnætti í kvöld megi búast við vindhviðum yfir 25 m/s á stöðum eins og á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og utantil á Snæfellsnesi. Veður gæti því verið erfitt fyrir…Lesa meira

true

Tollamálið verður fyrst og fremst leyst á pólitískum vettvangi

Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu í morgun með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna fyrirætlana Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á kísilmálm frá Íslandi og Noregi. Það var Ólafur Adolfsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður kjördæmisins sem óskaði eftir fundinum þegar þessar hugmyndir komu fram. Í samtali við Skessuhorn segir Ólafur að fundurinn í morgun hafi verið upplýsandi…Lesa meira

true

Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu

Stjórn Hvals hf. hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu til viðurkenningar bótaskyldu vegna tjóns sem talið er að fyrirtækið hafi beðið vegna ákvörðunar þáverandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, um að stöðva hvalveiðar sumarið 2023. Þetta kemur fram í frétt á vef Viðskiptablaðsins í dag. Þar kemur einnig fram að fyrirtækið hafi áður óskað eftir viðræðum við…Lesa meira

true

Stórt tap gegn Póllandi

Landslið Íslands í körfuknattleik U18 mátti þola stórt tap í gær þegar liðið mætti Póllandi á Evrópumótinu sem nú stendur yfir í Petesti í Rúmeníu. Sem fyrr var Sturla Böðvarsson leikmaður Snæfells í byrjunarliði landsliðsins í leiknum. Skemmst er frá því að segja að í leiknum mættu okkar menn ofjörlum sínum og lauk leiknum í…Lesa meira

true

Heildartekjur kynjanna jafnar í Stykkishólmi en ójafnastar í Snæfellsbæ

Heildartekjur kynjanna voru nánst jafnar í Sveitarfélaginu Stykkishólmi á árinu 2024. Þar voru heildartekjur karla að meðaltali 10,853 milljónir en kvenna 10,851 milljónir króna á árinu. Einnig var munur heildarlauna mjög lítill í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þar voru laun karla að meðaltali 7,061 milljónir króna og meðallaun  kvenna 7,279 milljónir króna á árinu 2024. Er…Lesa meira

true

Tap hjá Vesturlandsliðunum í annarri deildinni

Fimmtánda umferð annarrrar deildarinnar í knattspyrnu karla var leikin í gærkvöldi. Vesturlandsliðin Víkingur Ólafsvík og Kári á Akranesi fóru halloka í leikjum sínum. Lið Kára fékk lið Kormáks/Hvatar í heimsókn í Akraneshöllina. Abdelhadi Khalok Bouzarri skoraði fyrsta mark gestanna á 18.mínútu og á 43.mínútu bætti Goran Potkozarac öðru marki þeirra við og þannig stóðu leikar…Lesa meira

true

Gasmengunar gæti orðið vart í nótt

Ennþá mallar gosið í einum gíg á Reykjanesi. Lítil gasmengun mældist á landinu í nótt. Samkvæmt spám Veðurstofunnar mun  gasmengun leita í austur í dag. Í kvöld og nótt er hins vegar spáð suðvestlægri átt og þá leitar gasmengunin til norðausturs og austurs og gæti hennar þá orðið vart á Vesturlandi og Snæfellsnesi. Á morgun…Lesa meira

true

Sveitarstjórnarmenn á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit funda með utanríkisráðherra

Sveitarstjórnarmenn á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit munu funda í dag með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna frétta undanfarinna daga um þá ætlun Evrópusambandsins að taka upp verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi. Fundurinn mun snúast um hagsmuni starfsmanna og samfélagsins og hvernig málið ber að. Það segir til um alvarleika málsins að  líkt og…Lesa meira

true

Góður sigur á Keflavík

Skagastúlkur sóttu þrjú stig í gærkvöldi til Keflavíkur þegar þær mættu Keflavík á HS Orkuvellinum í Keflavík í gærkvöldi í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Lið ÍA og kom ákveðið til leiks og á 20.mínútu skoraði Birgitta Lilja Sigurðardóttir fyrsta mark leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Það var svo á 80.mínútu sem Madison Brooke…Lesa meira

true

Philip Daniel leikur á sumartónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ

Píanóleikarinn og tónskáldið Philip Daniel leikur á sumartónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Hann er frá Bandarikjunum og dvaldi á Íslandi árið 2019 og hreifst þá mjög af landinu. Hann er því snúinn aftur og mun leika tónlist sína bæði á flygil og hljómborð. Philip er með meistaragráðu í píanóleik frá UMKC Conservatory og BA-gráðu í…Lesa meira