Fréttir

true

Styrkjum úthlutað til einkarekinna fjölmiðla

Stjórnarráðið hefur birt niðurstöðu úthlutunar styrkja til einkarekinna fjölmiðla 2025. Alls bárust 30 umsóknir um rekstrarstuðning innan umsóknarfrests þar sem samtals var sótt um rétt rúman einn milljarð króna. Til úthlutunar voru 550 milljónir að frádregnum kostnaði vegna umsýslu, auglýsinga, þóknunar fyrir störf úthlutunarnefndar o.fl. sem var um 1,09% af heildarfjárhæð eða 5.979.027 kr. Til…Lesa meira

true

Fimmtíu nemendur brautskráðir frá FVA

Á föstudaginn voru 50 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Í tilkynningu frá skólanum segir að stór hluti útskriftarnema hafi lokuð dreifnámi í húsasmíði eða sautján talsins. Samtals hafi 28 lokið námi í húsasmíði þar af þrjár konur. Tveir nemendur luku námi bæði í húsasmíði og viðbótarnámi til stúdentsprófs, þrír nemendur ljúka meistaranámi, einn…Lesa meira

true

Vesturlandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum í fyrstu deildinni

Elleftu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik lauk á föstudagskvöldið þegar Snæfellingar héldu í Hveragerði þar sem þeir mættu liði Hamars og Skallagrímur fékk lið Hauka í heimsókn. Fyrsti fjórðungur leiksins í Hveragerði endurspeglaði gengi liðanna fram að þessu í deildinni. Snæfellingar höfðu heldur frumkvæðið og leiddu 21-25. Heimamenn sóttu í sig veðrið og í…Lesa meira

true

Hvalir fylgja breyttri göngu loðnunnar

Á undanförnum þrjátíu árum hafa orðið verulegar breytingar á vistkerfi hafsvæðisins milli Íslands og Austur-Grænlands, þar sem lykiltegundir eins og loðna hafa færst norður á við. Einnig hefur dreifing sjávarspendýra breyst. Þessar breytingar leiddu til þess að vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar og grænlensku náttúrfræðistofnunarinnar lögðust í rannsóknir um tengsl hvala og loðnu við Austur-Grænland að hausti. Niðurstöður…Lesa meira

true

Gistinóttum fækkar á Vesturlandi og Vestfjörðum annan mánuðinn í röð

Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% í nóvember samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Alls voru gistinæturnar rúmlega 365 þúsund á landinu öllu en til samanburðar voru þær tæplega 391 þúsund á sama tíma á síðasta ári. Á Vesturlandi og Vestfjörðum fækkaði gistinóttum um 7,9% á milli ára. Þær voru 14.753 í ár en 16.011 á sama…Lesa meira

true

Óvænt og sárgrætilegt tap ÍA gegn Ármanni

Þegar ellefta umferðin hófst í Bónus deild karla í körfuknattleik var lið Ármanns eitt og yfirgefið á botni deildarinnar með tvö stig. Lið ÍA var hins vegar í tíunda sæti með sex stig og hefur verið að styrkja sig að undanförnu. Skagamenn héldu því bjartsýnir til höfuðborgarinnar á föstudaginn þar sem þeir mættu einmitt liði…Lesa meira