
Hvalir fylgja breyttri göngu loðnunnar
Á undanförnum þrjátíu árum hafa orðið verulegar breytingar á vistkerfi hafsvæðisins milli Íslands og Austur-Grænlands, þar sem lykiltegundir eins og loðna hafa færst norður á við. Einnig hefur dreifing sjávarspendýra breyst. Þessar breytingar leiddu til þess að vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar og grænlensku náttúrfræðistofnunarinnar lögðust í rannsóknir um tengsl hvala og loðnu við Austur-Grænland að hausti. Niðurstöður hennar birtust nýlega í tímaritinu Marine Biology.