
Vesturlandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum í fyrstu deildinni
Elleftu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik lauk á föstudagskvöldið þegar Snæfellingar héldu í Hveragerði þar sem þeir mættu liði Hamars og Skallagrímur fékk lið Hauka í heimsókn. Fyrsti fjórðungur leiksins í Hveragerði endurspeglaði gengi liðanna fram að þessu í deildinni. Snæfellingar höfðu heldur frumkvæðið og leiddu 21-25. Heimamenn sóttu í sig veðrið og í hálfleik var staðan 57-50. Leikurinn jafnaðist nokkuð í þriðja leikhluta en í þeim fjórða náðu Snæfellingar yfirhöndinni en það dugði ekki til og leiknum lauk með eins stigs sigri Hamarsmanna 95-94.