Fréttir

true

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Síðastliðinn föstudag fór fram brautskráning nemenda frá öllum deildum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Athöfnin var í Hjálmakletti í Borgarnesi en boðið var til kaffisamsætis á Hvanneyri að athöfn lokinni. Að þessu sinni stóð Salka Einarsdóttir efst á BS prófi með einkunnina 9,02 en hún útskrifaðist úr skógfræði. Efst fyrir BS lokaverkefni stóð Maríanna Ósk Mikaelsdóttir,…Lesa meira

true

Alvarlegar athugasemdir vegna stofnunar líkamsræktarstöðvar

Sporthöllin ehf., sem bauð í rekstur líkamsræktarstöðvar að Jaðarsbökkum á Akranesi, gerir kröfu um að samningsgerð Akraneskaupstaðar við Laugar ehf. rekstrarfélag World Class um reksturinn verði stöðvaður. Jafnframt gera lögmenn Sporthallarinnar mjög alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð kjörinna fulltrúa og embættismanna Akraneskaupstaðar í aðdraganda málsins og úrvinnslu matsnefndar á þeim tveimur tilboðum er bárust í reksturinn.…Lesa meira

true

Sátan fór af stað með látum

Þungarokkshátíðin Sátan hófst í gær og það með látum. Það var hljómsveitin Gaddavír sem reið á vaðið og svo steig hver hljómsveitin á fætur annarri á stokk. Þakið ætlaði svo að rifna af íþróttahúsinu í Stykkishólmi þegar hljómsveitirnar Vader frá Póllandi og Brain Police trylltu lýðinn. Það var svo goðsagnakennda hljómsveitin Sororicide sem lokaði kvöldinu…Lesa meira

true

Samið við Aron og Styrmi fyrir komandi átök

Körfuknattleiksfélag ÍA hefur samið við heimamennina Aron Elvar Dagsson og Styrmi Jónasson um að leika með liðinu á næstu leiktíð, en liðið hefur leik í Bónusdeildinni í haust eftir frækilegan sigur í fyrstu deild á síðustu leiktíð. „Bæði Aron og Styrmir eru búnir að vera lykilleikmenn liðsins í uppgangi félagsins undanfarin ár og fagnar félagið…Lesa meira

true

Kalla eftir tilnefningum um Dalamann ársins

Ákveðið hefur verið að kalla eftir tilnefningum um Dalamann ársins 2025 og tilkynna um niðurstöðuna á hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn. Í frétt á vef sveitarfélagsins er að finna rafrænt eyðublað þar sem svara þar tveimur spurningum til að atkvæðið sé tekið gilt. Þetta tilnefningarform verður opið til og með fimmtudeginum 12. júní. Menningarmálanefnd mun síðan tilkynna…Lesa meira

true

Leggja til 4,4% minni þorskkvóta á næstu vertíð

Hafrannsóknarstofnun leggur til 4,4% lækkun aflamarks í þorski á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september. Lækkar því ráðlagður heildarafli þorsks úr 213.214 tonnum í 203.822 tonn. Jafnframt segir stofnunin að gert sé ráð fyrir að stærð viðmiðunarstofns þorsks dragist saman næstu tvö til þrjú ár. Segir stofnunin ástæðuna mega rekja til þess að árgangar 2021…Lesa meira

true

Bleshæna með viðkomu á Heynestjörninni

Bleshæna er nú stödd á Heynestjörn, sem er skammt frá félagsheimilinu Miðgarði í Hvalfjarðarsveit. Fuglaáhugafólk hefur verið þar á ferð undanfarna daga og myndað, enda er þessi tegund sjaldgæf hér á landi og flokkast sem flækingur. Þó eru dæmi um að hún hafi orpið hér á landi. Bleshæna er einnig kölluð vatnahæna eða vatnaönd. Hún…Lesa meira

true

Sigur og jafntefli hjá Vesturlandsliðunum

Eftir þrjá tapleiki í röð komust liðsmenn Kára á Akranesi aftur á sigurbraut þegar þeir lögðu Víðismenn í Garði að velli í 2. deildinni í Akraneshöllinni á miðvikudaginn. Lið Víðis komst yfir á 49. mínútu með marki Uros Jemovic en Káramenn skoruðu tvö mörk; Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson á 76. mínútu og Marinó Hilmar Ásgeirsson á…Lesa meira

true

Stórt tap ÍA gegn HK í Höllinni

Lið ÍA og HK áttust við í sjöttu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu í Akraneshöllinni í gærkvöldi. Liðin hafa átt misjöfnu gengi að fagna í sumar. HK er við toppinn en lið ÍA í neðri hluta deildarinnar. Það kom glöggt fram í leiknum því eftir 18 mínútna leik var lið HK komið tveimur mörkum yfir…Lesa meira

true

Myndin Draumar, konur og brauð verður sýnd á Arnarstapa

Heimilda kvikmyndin Draumar, Konur & Brauð verður sýnd í Samkomuhúsinu á Arnarstapa á Snæfellsnesi á annan dag hvítasunnu, mánudaginn 9. júní kl. 17:00. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Myndin fjallar um konur sem reka kaffihús á landsbyggðinni. Fimm kaffihús eru heimsótt og skyggnst er inn í líf kvennanna sem þau stofnuðu og reka og í…Lesa meira