Fréttir

true

Stækka lóð fyrir íþrótta- og skólasvæði á Kleppjárnsreykjum

Framkvæmdasýsla ríkiseigna (FSRE) hefur fallist á beiðni Borgarbyggðar um að endurskoða gildandi lóðarleigusamning við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Verður skólalóðin og íþróttasvæðið nú stækkuð um 7.794 fermetra en lóðin er í eigu ríkisins. Eins og kunnugt er hefur nýtt skólahús nú risið en samhliða þeirri framkvæmd þurfti m.a. að gera ráð fyrir bílastæðum við skólann.Lesa meira

true

Fyrsta barnaþing Hvalfjarðarsveitar fór fram í dag – myndasyrpa

Í dag fór fram fyrsta barnaþing Hvalfjarðarsveitar í Heiðarskóla. Þingið var hluti af innleiðingu Hvalfjarðarsveitar til að verða barnvænt sveitarfélag samkvæmt viðmiðum UNICEF. Þátttakandur voru nemendur í 5. – 10. bekk skólans. Börnin unnu saman að gerð veggspjalda, tóku þátt í umræðum í málstofum, kynntu niðurstöður sínar og kusu síðan um hvaða mál þau vildu…Lesa meira

true

Skeifudagurinn er á morgun

Skeifudagurinn fer fram við hátíðlega athöfn á Sumardaginn fyrsta, 24. apríl í hestamiðstöð LbhÍ að Mið-Fossum í Andakíl. Dagskráin hefst klukkan 13 á opnunaratriði og ávarpi áður en að úrslit verða riðin í Gunnarsbikar. Að lokinni verðlaunaafhendingu verður boðið upp á sýningaratriði áður en kynning er á nemendum í Reiðmennsku III og tamningatrippum þeirra sem…Lesa meira

true

Góð aflabrögð eftir fæðingarorlofið

Það er óhætt að segja að ævintýralegur afli hafi verið hjá bátum sem réru frá Snæfellsnesi í gær þegar fæðingarorlofi þorsksins lauk. Það var sama hvaða veiðarfæri voru notuð. Dragnótarbátar voru með allt að 30 tonn og einn báturinn kastaði einu sinni og fékk 25 tonn í því eina hali. Handfærabátar voru einnig með góðan…Lesa meira

true

Tóku að sér að mála regnbogagötuna

Frá því er greint á upplýsingasíðu Snæfellsbæjar að vaskur hópur fólks úr Lionsklúbbunum í Snæfellsbæ hafi í blíðunni fyrr í vikunni mætt og byrjað að mála regnbogagötuna í Ólafsvík. Lionsklúbbarnir höfðu frumkvæði að því að endurmála götuna í samvinnu við bæjarfélagið. Verður verkinu lokið í tæka tíð fyrir Lionsþing sem haldið verður í Ólafsvík um…Lesa meira

true

Fengum Hólmara til að mæta á leiki og styðja okkur

Rætt við Gunnlaug Smárason þjálfara Snæfells í 1. deild karla í körfuknattleik Snæfell í Stykkishólmi spilaði í 1. deild karla í vetur í körfuboltanum en liðið endaði tímabilið í áttunda sæti deildarinnar og fór því í átta liða úrslit og spilaði leikina gegn Hamri í Hveragerði. Liðin mættust í hreinum úrslitaleik en þá datt Snæfell…Lesa meira

true

Rekstur Akraneskaupstaðar í jafnvægi en skuldir að aukast

Ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir 2024 var samþykktur af bæjarstjórn í gær og vísað til síðari umræðu sem fram fer 13. maí. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs, bæði A og B hluta með fjármagnsliðum og óreglulegum liðum, var jákvæð um 4,5 milljón króna eða nánast á pari við áætlun. Óreglulegir liðir til tekna voru m.a. arðgreiðslur frá hlutdeildarfélögunum Orkuveitu Reykjavíkur…Lesa meira

true

Sjö fengu styrk úr menningarsjóði

Á fundi menningar- og markaðsnefndar Hvalfjarðarsveitar 16. apríl sl. kom fram að alls bárust níu umsóknir í Menningarsjóð sveitarfélagsins og ákvað nefndin að styrkja alls sjö verkefni. Þau voru eftirfarandi: Sumartónleikar Hallgrímskirkju, kr. 325.000., Hrútasýning Búnaðarfélags Hvalfjarðar, kr. 175.000., Tónleikar í sundlauginni að Hlöðum, kr. 125.000., Útgáfa barnabókar eftir Brynhildi Stefánsdóttur, kr. 100.000, Menningardagskrá Hallgrímshátíðar,…Lesa meira

true

Ný hleðslustöð fyrir bíla í Djúpadal

Fyrir skömmu voru settar upp hleðslustöðvar fyrir bíla í Djúpadal á Vestfjörðum. Það er annars vegar 22 kW stöð og hins vegar 30 kW hraðhleðsla. Það er fyrirtækið Íslensk Bílorka sem setur upp þessar hleðslustöðvar. Fram kemur á vef Reykhólahrepps að með þessum stöðvum eru komnar þrjár hleðslustöðvar í Reykhólahreppi en auk stöðvarinnar í Djúpadal…Lesa meira