
Framkvæmdasýsla ríkiseigna (FSRE) hefur fallist á beiðni Borgarbyggðar um að endurskoða gildandi lóðarleigusamning við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Verður skólalóðin og íþróttasvæðið nú stækkuð um 7.794 fermetra en lóðin er í eigu ríkisins. Eins og kunnugt er hefur nýtt skólahús nú risið en samhliða þeirri framkvæmd þurfti m.a. að gera ráð fyrir bílastæðum við skólann.Lesa meira








