Fréttir

true

Hinrik ráðinn í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa

Hinrik Konráðsson hefur verið ráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi hjá Grundarfjarðarbæ. Hann lauk námi frá Lögregluskóla ríkisins og hefur starfsréttindi sem lögreglumaður og fangavörður. Hinrik hefur tekið ýmis námskeið tengd störfum sínum, bæði sem lögreglumaður og fangavörður. Hann er með BSc próf í náttúru- og umhverfisfræði frá LbhÍ og leggur nú stund á meistaranám í áfallastjórnun…Lesa meira

true

Jón Þór kemur Vestra til aðstoðar

Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson mun taka við þjálfun Vestra og stýra liðinu í síðustu þremur leikjum liðsins í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Hann stýrði liðinu síðast hluta leiktíðar síðsumars 2021. Nú tekur hann við liðinu af Davíð Smára Lamude sem var rekinn sem þjálfari í gær. Vestri birti tilkynningu á Facebook-síðu sinni…Lesa meira

true

Vilja að Björgunarfélagið eignist öflugt björgunarskip

Á aðalfundi Sæljóns, félags smábátaeigenda á Akranesi síðastliðinn föstudag, var samþykkt áskorun til Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Faxaflóahafna, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og nærsamfélagsins alls um að styðja við og efla Björgunarfélag Akraness í mikilvægu starfi þess fyrir sjófarendur á Faxaflóa. „Við fráfall félaga okkar, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, erum við enn og aftur minnt á mikilvægi alls öryggis þeirra…Lesa meira

true

Borgarbyggð hafnaði kaupum á Álftanesi á Mýrum

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur hafnað kaupum á jörðinni Álftanesi á Mýrum sem sveitarfélaginu var boðin til kaups á 400 milljónir króna. Sveitarfélaginu barst umrætt tilboð á dögunum frá eigendum jarðarinnar. Jörðin er talin vera um 2.500 hektarar að stærð með fjölbreyttu landslagi; mýrum, graslendi, klettaholtum, fjörum, fitjum, stöðuvötnum og lækjum eins og eigendur jarðarinnar lýsa henni.…Lesa meira

true

Byggðarráð Borgarbyggðar rýnir í sérfræðiþjónustu Verkís

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur ákveðið að farið verði yfir þá sérfræðiþjónustu sem sveitarfélaginu var veitt vegna undirbúnings niðurrifs gamla sláturhússins í Brákarey. Líkt og komið hefur ítarlega fram í fréttum Skessuhorns á undanförnum mánuðum hefur kostnaður við fyrsta áfanga niðurrifsins farið langt fram úr þeim áætlunum sem lagðar voru til grundvallar útboðs vegna verksins. Fyrsta áfanga…Lesa meira

true

Rúlluplast pressað í stað söfnunar í gáma

Hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps hefur ákveðið að hætt verði að nota sorpgáma til söfnunar á rúlluplasti í sveitarfélaginu en útvegar í stað þess þeim sem á þurfa að halda plastpressu. Er þetta gert til þess að minnka eða koma í veg fyrir mengun af völdum plastsins. Sveitarfélagið hefur um árabil útvegað sorpgáma til söfnunar á…Lesa meira

true

Hækka dagpeninga á ferðalögum innanlands

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins frá og með deginum í dag. Ferðakostnaður innanlands er reiknaður út frá verðkönnun þar sem kannað er vænt verð á algengum gististöðum, á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Almennt er ferðakostnaði innanlands breytt tvisvar sinnum á ári, að vori og…Lesa meira

true

Ætla að bæta lýsingu í göngunum

Vegagerðin hefur auglýst útboð vegna endurnýjunar lýsingar í Hvalfjarðargöngum. Í verkinu felst niðurrif núverandi veglýsingar, neyðarlýsingarlampa, leiðarljósa á vegg ásamt lampa yfir neyðarsímaskáp og strengja, ásamt uppsetningu nýrra lampa, rafstrengja og stýribúnaðar fyrir veglýsingar og uppsetningar strengstiga í útskot og endurnýjun dreifiskápa í tæknirýmum. Verkinu skal að fullu lokið 20. maí 2026. Gert er ráð…Lesa meira

true

Kjördæmavika er nú í gangi

Svokölluð kjördæmavika stendur nú yfir á Alþingi, dagana 29. september – 2. október. Þar af leiðandi eru engir þingfundir þessa vikuna. Kjördæmadagana nýta þingmenn gjarnan til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og aðra.Lesa meira

true

Haust á Skarðsströnd

Það var bjart yfir smölum og sauðfé að aflokinni smalamennsku á Skarðsströnd í Dölum hjá Höllu og Guðmundi bændum á Ytri Fagradal. Hér eru ærnar komnar heim undir bæ, haustlitir komnir á kjarrið en Hólkotsmúli og Hafratindur, fjall Dalanna, teygir sig í baksýn. Myndina tók Barbara Ómarsdóttir.Lesa meira