Fréttir
Álftanes. Ljósm. Fasteignamiðstöðin

Borgarbyggð hafnaði kaupum á Álftanesi á Mýrum

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur hafnað kaupum á jörðinni Álftanesi á Mýrum sem sveitarfélaginu var boðin til kaups á 400 milljónir króna. Sveitarfélaginu barst umrætt tilboð á dögunum frá eigendum jarðarinnar. Jörðin er talin vera um 2.500 hektarar að stærð með fjölbreyttu landslagi; mýrum, graslendi, klettaholtum, fjörum, fitjum, stöðuvötnum og lækjum eins og eigendur jarðarinnar lýsa henni.

Borgarbyggð hafnaði kaupum á Álftanesi á Mýrum - Skessuhorn