
Séð yfir framkvæmdasvæðið í Brákarey. Ljósm. mm
Byggðarráð Borgarbyggðar rýnir í sérfræðiþjónustu Verkís
Byggðarráð Borgarbyggðar hefur ákveðið að farið verði yfir þá sérfræðiþjónustu sem sveitarfélaginu var veitt vegna undirbúnings niðurrifs gamla sláturhússins í Brákarey. Líkt og komið hefur ítarlega fram í fréttum Skessuhorns á undanförnum mánuðum hefur kostnaður við fyrsta áfanga niðurrifsins farið langt fram úr þeim áætlunum sem lagðar voru til grundvallar útboðs vegna verksins.