Fréttir
Slíkar pressur eru framtíðin í Eyja- og Miklaholtshreppi.

Rúlluplast pressað í stað söfnunar í gáma

Hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps hefur ákveðið að hætt verði að nota sorpgáma til söfnunar á rúlluplasti í sveitarfélaginu en útvegar í stað þess þeim sem á þurfa að halda plastpressu. Er þetta gert til þess að minnka eða koma í veg fyrir mengun af völdum plastsins.