Fréttir

true

Rif kvótahæsta verstöðin á Vesturlandi

Í dag hefst nýtt fiskveiðiár og hefur Fiskistofa því úthlutað veiðiheimildum fiskveiðiársins til þeirra fiskiskipa sem búa yfir aflahlutdeildum í þeim fisktegundum sem lúta stjórn fiskveiða. Samtals var nú úthlutað 287.348 þorskígildistonnum. Til fiskiskipa sem eiga heimahöfn í verstöðvum á Vesturlandi var úthlutað 36.189 þorskígildistonnum eða ríflega 12,6% þeirra þorskígildistonna er í boði eru. Af…Lesa meira

true

Leita að neyðarsendi

Laust fyrir klukkan tíu í morgun var Björgunarfélag Akraness og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Þá hafði Landhelgisgæslunni borist tilkynning frá flugvél sem var að fljúga yfir Akranes, á leið á Keflavíkurflugvöll, um að heyrst hafi í neyðarsendi. Engrar flugvélar eða báts var saknað. Af þeim sökum hafa íbúar á Akranesi í dag orðið varir við…Lesa meira

true

Grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á tveimur framleiðslulotum vegna gruns um salmonellusmitaða ferskrar kjúklingaafurða frá Matfugli ehf. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði í varúðarskyni og í samráði við Matvælastofnun sent út fréttatilkynningu. Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotur: Vörumerki: Ali, Bónus, Euro shopper, FK Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ Lotunúmer:…Lesa meira

true

Tvöfalt meiri eftirspurn en framboð af mjólkurkvóta

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn í dag, 1. september. Atvinnuvegaráðuneytinu bárust 67 gild tilboð um kaup en sölutilboð voru 16. Greiðslumark sem boðið var til sölu var 1,1 milljón lítrar en óskað var eftir kaupum á 2,2 milljónum lítra. Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða, eða svokallað jafnvægismagn, voru 1.077.643 lítrar…Lesa meira

true

Stór hópur hestamanna í árlegri Eyraroddareið

Fyrir um það bil tíu árum síðan fengu þrír félagar hugmynd um að skipuleggja hestaferð. Þeir Hallur Pálsson bóndi á Naustum, Friðrik Tryggvason og Gunnar Jóhann Elísson létu verða af þessu og úr var hestaferð um Framsveitina í Grundarfirði. Hallur ræður för og ávallt er farið um Eyrarodda eftir troðnum slóðum og heitir ferðin því…Lesa meira

true

Skólahlaup Grunnskóla Grundarfjarðar var litríkt – myndasyrpa

Nemendur og kennarar í Grunnskóla Grundarfjarðar gerðu sér glaðan dag föstudaginn 29. ágúst. Þá fór skólahlaupið fram en það átti að fara fram síðasta vor en var slegið á frest vegna veðurs. Sami háttur var hafður nú í ár eins og í fyrra en hlaupið var í gegnum nokkrar litastöðvar þar sem hlauparar voru baðaðir…Lesa meira

true

Rauði krossinn býður ungu fólki úr Grindavík á námskeið

Ungu fólki úr Grindavík á aldrinum 16-25 ára býðst í haust og vetur að sækja ókeypis námskeið sem hluta af verkefninu Viðnámsþróttur Suðurnesja. Markmiðið er að efla seiglu og sjálfstraust og veita hagnýt verkfæri sem nýtast í daglegu lífi til framtíðar. Sérfræðingar Litlu Kvíðameðferðarstöðvarinnar standa að námskeiðunum og eru þau í boði Rauða krossins. Fyrirtækið…Lesa meira

true

Blóði safnað á Akranesi á morgun

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi á morgun, þriðjudaginn 2. september frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.Lesa meira

true

Tomasz Luba ráðinn þjálfari Víkings Ólafsvík

Tomasz Luba tekur til þjálfun knattspyrnuliðs Víkings Ólafsvík að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Tilkynnt var um ráðningu hans í heimasíðu liðsins um helgina. Hann mun jafnframt gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka Víkings/Reynis. Allt frá því að Brynjar Kristmundsson, núverandi þjálfari Vikings, tilkynnti í sumar að hann myndi láta af störfum í haust fór af stað sögusagnir…Lesa meira

true

Listaverkið Frelsisleið afhjúpað á Hellissandi

Síðastliðinn laugardag var nýtt listaverk vígt á Hellissandi að viðstöddu fjölmenni. Verkið er eftir listamanninn Jo Kley og ber nafnið Frelsisleið (Know yourself). Verkið er staðsett í Krossavík þar sem það fellur mjög vel að umhverfinu. Kristinn Jónasson bæjarstjóri bauð gesti velkomna, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur hélt ræðu og listamaðurinn Jo Kley sagði frá verkinu. Að…Lesa meira