Fréttir

true

Flestir fluttu að vanda innan landshlutans

Alls fluttu 276 íbúar á Vesturlandi lögheimili sitt í júlí. Flestir þeirra fluttu lögheimili sitt innan landshlutans eða 191. Til höfuðborgarsvæðisins fluttu 47, á Suðurnes 13, fimm fluttu til Vestfjarða, fjórir til Norðurlands vestra, ellefu til Norðurlands eystra, einn á Austurland og til Suðurlands fluttu fjórir íbúar. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá. Alls…Lesa meira

true

Akranes og Borgarnes færast nær Reykjavík í fasteignaverði

Fermetraverðsmunur á fasteignum á Akranesi og í Borgarnesi og flestum öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi annars vegar og Reykjavík hins vegar hefur minnkað á fyrstu sex mánuðum yfirstandandi árs miðað við meðaltal áranna 2021-2025. Þetta kemur fram í samantekt sem Vífill Karlsson hefur unnið fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Samkvæmt tölunum fyrir árin 2021-2025 var fermetraverð…Lesa meira

true

Innkalla súpu vegna aðskotahlutur

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu Mexíkó súpu Krónunnar vegna aðskotahlutar sem fannst í einni sölueiningu. Fyrirtækið hefur innkallað súpuna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Eingöngu er að verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu: Vörumerki: Krónan Vöruheiti: Mexíkósk kjúklingasúpa Geymsluþol: Best fyrir 17.09.2025 Nettómagn: 1 l Framleiðandi: Icelandic Food Company ehf., Vatnagörðum 6, 104 Reykjavík…Lesa meira

true

Mikill gangur hjá Skíðasvæði Snæfellsness

Það er aldeilis búið að vera hamagangur í öskjunni á Skíðasvæði Snæfellsness undanfarin misseri. Nú eru starfsmenn Vélsmiðju Grundarfjarðar byrjaðir að reisa stálgrindina á nýja aðstöðuhúsinu en í sumar hafa iðnaðarmenn og sjálfboðaliðar unnið hörðum höndum við að steypa undirstöðurnar. Húsið mun verða bylting fyrir félagið en nú verður hægt að geyma snjótroðarann við brekkuna…Lesa meira

true

Formlegar sameiningarviðræður þokast áfram

Formlegar sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra þokast áfram og í næstu viku verða haldnir fundir með sveitarstjórnum, fastanefndum og starfsfólki sveitarfélaganna. Þetta var kynnt á fundi Byggðarráðs Dalabyggðar á föstudaginn. Þá kom einnig fram að íbúafundir verði haldnir í haust og að íbúakosningar um sameiningu sveitarfélaganna fari fram í fyrri hluta desember.Lesa meira

true

Bókhaldsstofur hefja samstarf

Í tilkynningu Þjónustustofunnar í Grundarfirði ehf. til viðskiptavina sinna kemur fram að breytingar eru að verða. Kristján Guðmundsson hefur vegna aldurs ákveðið að draga sig í hlé frá dagslegum störfum en mun styðja við yfirfærslu verkefna til annarra. Amelía Gunnlaugsdóttir mun um áramótin taka við rekstri Þjónustustofunnar. Þá er sömuleiðis tilkynnt um samstarf við Bókhaldsstofu…Lesa meira

true

Samtökin Sól til framtíðar með fund um vindorkumál

Samtökin Sól til framtíðar hafa boðað til fundar í Borgarbyggð um vindorkumál. Líkt og komið hefur fram í fréttum Skesshorns eru margvíslegar hugmyndir uppi um uppsetningu vindorkuvera í Borgarbyggð og nýverið var nýverið reist rannsóknarmastur til undirbúnings einnar slíkrar framkvæmdar. Samtökin voru stofnuð í Borgarnesi í vor og var Guðrún Sigurjónsdóttir kosin formaður. Um er…Lesa meira

true

Ákvörðun Evrópusambandsins gleðiefni

Ólafur Adolfsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis segir að erfitt  að meta hvers vegna Evrópusambandið hafi nú ákveðið að fresta ákvörðun um upptöku verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi líkt og kom fram í frétt Skesshorns fyrr í dag. „Þessi ákvörðun Evrópusambandins er mikið gleðiefni og gefur okkur færi á því að kynna…Lesa meira

true

Ákvörðun um verndartolla frestað

Evrópusambandið hefur ákveðið að fresta ákvörðun um verndartolla á járnblendi um óákveðinn tíma. Tollarnir áttu að taka gildi á morgun. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Eins og fram hefur komið í fréttum Skesshorns hefðu tollarnir ef af hefði orðið gilt í 200 daga til að byrja með. Í samtali við Ríkisútvarpið segir…Lesa meira

true

Fossbúinn Challenge PRS Pro fór fram um helgina – myndasyrpa

Skotfélag Snæfellsness hélt PRS mót á svæði félagsins helgina 16. og 17. ágúst. PRS stendur fyrir Precision Rifle Series og keppendur eru að skjóta í skotmörk á löngu færi og þurfa að ljúka þrautunum á 120 sekúndum. Alls voru 29 keppendur sem tóku þátt og voru 12 keppendur sem komu erlendis frá. Aðstæður voru krefjandi…Lesa meira