Íþróttir Mannlíf
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósm. úr safni/ gbh.

Valdís Þóra þrítug

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur frá Akranesi, er þrítug í dag, 4. desember. Hún hefur um árabil verið einn allra besti kylfingur landsins og í fremstu röð íslenskra íþróttamanna.

Hún varð fyrst Íslandsmeistari í 14-15 ára floki stúlkna 2014 og 16-18 ára flokki árið 2007. Hún hefur þrisvar hampað Íslandsmeistaratitli kvenna; 2009, 2012 og 2017, en hún hefur ekki getað keppt á Íslandsmótinu undanfarin tvö ár þar sem þau hafa skarast á við Opna skoska meistaramótið. Hún varð einnig Íslandsmeistari í holukeppni 2010. Þá varð hún árið 2017 fyrsti íslenski kylfingurinn til að tryggja sér keppnisrétt á Opna bandaríska.

Sjö sinnum hefur Valdís verið valin Íþróttamaður Akraness; 2007, 2008, 2009, 2010, 2016, 2017 og 2018. Enginn hefur oftar verið sæmdur þeirri heiðursnafnbót.

Hún hóf atvinnumannaferil sinn árið 2013, að loknu námi við Texas State háskólann í Bandaríkjunum. Um þessar mundir er hún stödd í Kenýa, en lokamót Evrópumótaraðarinnar hefst þar í landi á morgun. Valdís situr fyrir mótið í 71. sæti á styrkleikalista Evrópumótaraðarinnar, en 70 efstu halda sæti sínu í mótaröðinni á næsta ári.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira